Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 72

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 72
70 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Mynd 2. Greiningarlíkan Eins og Telma sagði, maðurinn minn var atvinnulaus og hlutirnir bara gerast ... lífið er alls konar og allar með eitthvað í bakpokanum en ég hef alveg lent í depurð og ég fékk fæðingarþunglyndi með fyrsta barnið mitt og vann bara ekkert úr því og sat út í horni og skammaðist mín fyrir að vera ekki nógu góð mamma og bara kunni þetta ekki og var með rosalega erfitt barn (Telma). Að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna Annað meginþemað lýsir áhrifum sem þær mátu að námskeiðið hefði haft á líðan þeirra en það var nefnt; að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna. Þar voru greind sex undirþemu; verkfæri sem þú getur nýtt þér; opnaði augun fyrir svo mörgu; að tala við sjálfa þig eins og vinkonu þína; að koma sér upp úr hjólförunum; að heyra reynslusögur; og það var bara ekki að virka hjá mér. Konurnar sögðu frá mismunandi reynslu þegar spurt var um upplifun þeirra af HAM-námskeiðinu. Sjö af átta konum fannst námskeiðið hjálplegt og gagnlegt og flestum fannst námskeiðið hafa hjálpað þeim til að verða lausnarmiðaðri og töldu að námskeiðið nýttist þeim bæði í einkalífinu og í vinnu. Nokkrar kvennanna lýstu því hvað þeim fannst gott að fá þessi verkfæri í hendurnar eins og hugsanaskrá en um það fjallaði fyrsta undirþemað sem var nefnt, verkfæri sem þú getur nýtt þér. Annað undirþema um upplifunina af námskeiðinu var að því var lýst sem hjálplegu, gagnlegu og lausnamiðuðu. Það opnaði augun þeirra fyrir svo mörgu, meðal annars að átta sig á því að þetta var kvíði sem þær voru að glíma við. Í heildina fannst konunum námskeiðið hafa haft jákvæð áhrif á líðan þeirra og margt sem þær lærðu vera góður grunnur til að halda sér í jafnvægi en margar þurfa að halda áfram og vinna í sér. „Ég hafði heyrt um HAM og heyrt talað um það sem meðferð en ég hélt að ég væri búin að tileinka mér þetta, þetta er frábært tól til að halda manni í jafnvægi“ (Telma). Þriðja undirþemað var nefnt, að tala við sjálfa þig eins og vinkona þín. Í þessu þema kom fram að konurnar áttu það sameiginlegt að geta betur, eftir námskeiðið áttað sig á neikvæðum niðurrifshugsunum og betur stoppað þær áður en þeim fór að líða illa. Námskeiðið hjálpaði þeim þannig að átta sig á bæði jákvæðum og neikvæðum hugsunum, koma reglu á þær og að reyna að breyta þeim ásamt því að ná að hugsa hlutina upp á nýtt á jákvæðari og uppbyggilegri hátt. Ég á að tala við sjálfa mig eins og vinkona þín en ekki alltaf að brjóta sig niður eins og það sé alltaf þessi blessaði púki á öxlinni á þér ... það þarf oft bara að hugsa þessar hugsanir upp á nýtt, þær eru oft ekki raunsæjar og sérstaklega ekki þegar maður er búin að skrifa þær niður á blað (Bára). Að koma sér upp úr hjólförunum var fjórða undirþemað. Þær sáu loksins tækifæri og voru margar búnar að breyta hegðun sinni og námskeiðið virkaði hvetjandi. Bara þessu litlu hlutir í daglegu lífi, þær urðu félagslega virkari og létu kvíðann eða félagskvíðann ekki stoppa sig. Þessir litlu hlutir að búa um mig á morgnana, dagurinn byrjar og bara þessi litla breyting að vakna fyrr og ég er ein með sjálfri mér með kaffibollan og les blaðið áður en krakkarnir vakna og bara að koma sér upp úr hjólförunum sem maður er búin að búa sér til og núna er ég farin að hugsa okey, hverju get ég bætt við (Bára). Í fimmta undirþemanu er því lýst hvernig konunum fannst hjálplegt að heyra ólíkar reynslusögur annarra kvenna, skynja og skilja að þær væru ekki einar með þessa vanlíðan. Þær uppgötvuðu hversu mikilvægt það var að geta talað um tilfinningar sínar og líðan. Að geta speglað sig í reynslunni í hópnum og talað um hluti eins og fæðingarþunglyndi og hvað sé eðlilegt eftir fæðinguna eins og grátur og að vera viðkvæmur eftir fæðinguna. Að heyra reynslusögur frá konunum á námskeiðinu ... maður er ekki einn með þessa tilfinningu og þetta er ekkert kjánalegt ... en ég er svolítið smeyk fyrir fæðingunni, það var rætt á námskeiðinu...hjálplegt að geta talað um tilfinningarnar mínar og vera sterk og gera hlutina (Anna). Sjötta undirþemað það var bara ekki að virka hjá mér lýsir reynslu einnar konu sem upplifði að námskeiðið nýttist henni ekki sem skildi. Hún var að glíma við þunglyndi og sagðist vera framtakslaus og leitaði ekki eftir aðstoð til sálfræðinganna á stöðinni eða spurði þá um ráðleggingar. Konan lýsti því líka að hún væri gleymin og hefði lítinn áhuga á öllu. Hún sagði að hún gæti ekki nýtt sér þau verkfæri sem unnið var með á námskeiðinu svo sem eins og hugsanaskrá eða ánægjulista. Allar með eitthvað í bakpokanum Vanlíðan síðan í barnæsku Að reyna að gera það besta úr sínum aðstæðum Að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna Að hafa meiri stjórn á huganum og líkamanum Stuðningurinn og eftirfylgnin skiptir öllu máli Bjargráðin Að nýta sér allskonar hluti Verkfæri sem þú getur nýtt þér Að koma sér úr hjólförunum Opnaði augun fyrir svo mörgu Að heyra reynslusögur Meira sjálfstraust Bara alveg glötuð Betri líkamleg líðan Líkamsímynd óléttunnar Mikilvægt að spyrja um líðan Maður hefur þörf fyrir félagsleg tengsl Halda líka sjálfar áfram þessari vinnu Maður er ekki einn Að tala opinskátt Að tala við sjálfa þig eins og vinkona þín Það var bara ekki að virka hjá mér Að ná tökum á kvíðanum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.