Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 78
Sýnt hefur verið fram á að hjúkrunarfræðinemar sem finna fyrir einkennum streitu og kulnunar á námstímanum, eru líklegri til að glíma við streitu og kulnunareinkenni eftir útskrift og eru jafnframt líklegri til að hætta í starfi en þeir sem ekki finna fyrir þessum einkennum. Að lýsa námi og framtíðaráformum, almennri og námstengdri streitu, bjargráðum og kulnun hjá lokaárs hjúkrunarfræðinemum á Íslandi; skoða samband almennrar streitu og kulnunar innbyrðis og við nám, framtíðaráform, og bakgrunnsbreytur; greina áhrifaþætti streitu, persónutengdrar og námstengdrar kulnunar og kulnunar tegndri samnemendum. Megindleg með lýsandi könnunarsniði. Mæltiækin Perceived Stress Scale (PSS) og Copenhagen Burnout Inventory (CBI) mældu einkenni streitu og kulnunar. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að greina áhrifaþætti streitu og kulnunar. Þátttakendur voru 82 (72,6% svörun). Meðaltalsstig á PSS var 17,8 á kvarða frá 9-40, á persónutengdri kulnun 42,9, á námstengdri kulnun 56,9 og á kulnun tengdri samnemendum 31,2 á kvörðum frá 0-100. Meirihluti nemenda fann fyrir mikilli streitu sem tengdist háskólanáminu sjálfu (85%) og skorti á námsleiðbeiningum (57%). Fjórar aðhvarfsgreiningar voru unnar. Spálíkan 1 sýndi að nemendur sem telja sig fá lítinn/engan stuðning við námið og litlar/engar námsleiðbeiningar eru líklegri til að hafa hærra meðaltalsstig á PSS (r2=17,2). Spálíkan 2 sýndi að nemendur sem eru 30 ára og eldri eru líklegri til að hafa hærra meðaltalsstig á kvarðanum kulnun tengdri samnemendum (r2=8,1). Spálíkan 3 sýndi að nemendur með mikla/mjög mikla streitu tengda ástundun háskólanáms og samskiptum við kennara eru líklegri til að hafa hærra meðaltalsstig á kvarðanum um námstengda kulnun (r2=34,8). Líkan 4 sýnir að nemendur sem hafa fleiri stig á PSS eru líklegri til að hafa hærri meðaltalsstig á kvarðanum um persónutengda kulnun (r2=30,6). Hjúkrunarfræðinemar á lokaári upplifa streitu og kulnun í námi. Mikilvægt er finna leiðir til að fyrirbyggja og meðhöndla streitu og draga úr kulnun meðan á náminu stendur. Bakgrunnur Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Streita, kulnun, hjúkrunarfræðinemendur. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Skima eftir streitu og kulnun hjá nemendum Bjóða upp á leiðir til að takast á við streitu, t.d. streitustjórnunarnámskeið Tryggja að námsleiðbeiningar séu skýrar og aðgengilegar Veita nemendum sem á þurfa að halda viðeigandi stuðning Nýjungar: Með þessari rannsókn er verið að skoða í fyrsta sinn samspil streitu, kulnunar og bjargráða hjá íslenskum hjúkrunarfræðinemum. Þekking: Hjúkrunarfræðinemar á lokaári finna fyrir streitu og kulnun og þá að mestu námstengdri kulnun. Þættir sem spá fyrir um námstengda kulnun eru streita tengd ástundun háskólanáms og streita tengd samskiptum við kennara. Hagnýting: Kennarar og skipuleggjendur náms í hjúkrunarfræði verða að bregðast við þessum niðurstöðum með því að skima eftir streitu og kulnun á námstímanum, ásamt því að auka stuðning við nemendur og efla með þeim jákvæð bjargráð við streitu. Nemendur þurfa að læra að þekkja einkenni streitu og hvernig hún getur haft áhrif á þróun kulnunar. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að streita og kulnun hefur áhrif á námsárangur, heilsu og líðan nemenda sem getur fylgt þeim í starfi eftir útskrift. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Tengsl eru á milli streitu og kulnunar hjá hjúkrunarfræðinemum og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum og slíkt hefur áhrif á gæði hjúkrunar og brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi. Streita og kulnun hjúkrunarfræðinema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.