Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 81
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 79 samræmi í íslenskum og erlendum rannsóknum (Cronbach‘s α >0,8) (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifs- dóttir, 2020; Cohen og Williamsson, 1988; Cohen o.fl.,1983; Laufey Sæunn Birgisdóttir, 2018). Jafnframt voru átta spurningar um námstengda streitu sem áður voru notaðar í rannsókn á streitu háskólakvenna (Jóhanna Bernharðsdóttir, 2014). Fjórar spurninganna sneru að upplifun streitu tengdri ástundun háskólanáms, samkeppni við nemendur og samskipti við kennara og skorti á námsleiðbeiningum (svarmöguleikar mjög litla=1, frekar litla=2, frekar mikla=3, mjög mikla=4), ein spurning sneri að nægum stuðningi við námið (já/nei), ein spurði hvort tími til námsins væri nægur (svarmöguleikar nær aldrei=1, sjaldan=2, stundum=3, oftast=4, nær alltaf=5), ein að því hver veiti stuðning í náminu (svarmöguleikar kennari, samnemendur, maki, vinir, fjölskylda, námsráðgjafi, aðrir) og að lokum var ein spurning um hvernig viðkomandi brygðist við ef hann fyndi fyrir streitu og voru gefnir upp 13 svarmöguleikar (bjargráð) (mynd 1). Bjargráðin byggja m.a. á listanum Brief COPE (Carver, 1997) og the Coping Behavior Inventory (Sheu o.fl., 2002) og voru endurbætt fyrir notkun hjá háskólastúdentum af Jóhönnu Bernharðsdóttur (2014). Kulnun Kulnun var metin með Copenhagen Burnout Inventory (CBI; Kristensen o.fl., 2005) þar sem lögð er áhersla á ofþreytu og örmögnun einstaklingsins á ákveðnum sviðum lífsins. CBI skiptist í þrjá undirkvarða sem mæla persónutengda kulnun (6 spurningar) starfstengda kulnun (7 spurningar) og kulnun tengda samstarfsfólki (6 spurningar). Í samræmi við leiðbeiningar höfunda var orðalag á kvarðanum starfstengd kulnun aðlagað að nemendum og kvarðinn nefndur námstengd kulnun og orðalag á kvarðanum kulnun tengd samstarfsfólki var aðlagað á sama hátt að samnemendum. Svarmöguleikar 7 spurninga voru að mjög litlu leyti=5, að litlu leyti=4, að einhverju leyti=3, að miklu leyti=2, að mjög miklu leyti=1 og 12 spurninga aldrei/næstum aldrei=4, sjaldan=3, oft/stundum=2, alltaf=1. Við úrvinnslu eru gefin heildarstig frá 0-100 þar sem fleiri stig á mælikvarðanum samsvara aukinni skynjaðri kulnun þátttakanda túlkað þannig að mjög mikil kulnun=100 stig, mikil kulnun=64-99 stig; meðalkulnun 26-63 stig og lítil kulnun=0-25 stig. Rétt er að taka fram að við útsendingu á spurningalistanum var villa í svarmöguleikum. Flokkaðir voru saman svarmöguleikarnir „oft“ og „stundum“ sem í upprunalega mælitækinu eru tveir möguleikar. Að ráðum sérfræðings í tölfræði hjá Félagsvísindastofun HÍ var tekið meðaltal þessara svarmöguleika og stigafjöldi reiknaður út frá því. Innra samræmi undirkvarðanna hefur mælst gott í íslenskum og erlendum rannsóknum (Crohnbach´s α >0,8) (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020; Creedy o.fl., 2017; Kristensen o.fl., 2005). Spurningar um nám og framtíðaráform Í sjö spurningum var spurt hvenær viðkomandi ákvað að læra hjúkrun, hvort hann/hún komst ekki í nám sem óskað var eftir, hversu tilbúin/n hann/hún var til að takast á við hjúkrunarstarfið, hvort viðkomandi hafi hugleitt að skipta um námsgrein meðan á náminu stóð, áætlanir um framhaldsnám, líkindi á að hefja annað nám ótengt hjúkrun og hjúkrun sem framtíðarstarf (sjá svarmöguleika í töflu 1). Bakgrunnsspurningar Spurt var um aldur, kyn, hjúskaparstöðu, börn, annað háskóla- nám, sjúkraliðanám og um starf með náminu. Gagnagreining Tölfræðiúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu Statistical Package for the Social Sciences 26.00 (IBM Corp. 2019). Lýsandi tölfræði var notuð við framsetningu niðurstaðna sem lúta að námi og framtíðaráformum, almennri og námstengdri streitu, bjargráðum, kulnun og bakgrunni. Til að skoða mun á meðaltalsstigum PSS og undirkvörðum CBI var notað Mann- Whitney U-próf og Kruskal Wallis-próf. Spearmans-rho var notað til að reikna fylgni á milli breyta og kí-kvaðratpróf til að skoða hlutfallsmun á milli óháðra hópa. Marktæknimörk voru sett við p<0,05. Innri áreiðanleiki PSS og undirþátta CBI var reiknaður með Crohnbach´s α-stuðli. Viðunandi áreiðanleiki miðast við gildi yfir 0,70 (Field, 2013. Þrjár línulegar fjölbreytuaðhvarfsgreiningar voru notaðar til að spá fyrir um meðaltalsstiga á undirkvörðum CBI og ein til að spá fyrir um meðaltalsstiga á PSS. Beitt var „enter“-aðferð og breytur með marktæk tengsl við einhvern af undirkvörðunum þrem settar inn í kulnunargreiningarnar og breytur með marktæk tengsl við PSS í streitugreininguna. Lokalíkan hverrar greiningar er birt. Siðfræði Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (S8680/2018) og veittu deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar HÍ og formaður hjúkrunarfræðideildar HA heimild til að senda spurningalistann út á netföng nemenda. Ekki var krafist leyfis Vísindasiðanefndar. Þátttaka var nemendum frjáls og ekki var áhætta af þátttöku. Fyllsta trúnaðar var gætt og var nemendum bent á hvert þeir gætu leitað aðstoðar ef óþægilegar hugsanir vöknuðu. Ritrýnd grein | Peer review Bakgrunnur, nám og framtíðaráform Langflestir þátttakenda voru konur eða 79 (98%) og voru 78 (95%) í fullu námi. Meirihluti þeirra (71%) var undir þrítugu, í sambúð/giftar/föstu sambandi (73%) og vann í 10% til 30% starfshlutfalli samhliða námi (54%). Sjúkraliðaprófi höfðu 15% lokið og 10% öðru háskólanámi. Flestir ákváðu að læra hjúkrun eftir menntaskóla (55%), 58 höfðu sjaldan/aldrei (71%) hugsað um að skipta um námsgrein, 52 áætluðu að fara í framhaldsnám (63%), 71 leit á hjúkrun sem framtíðarstarf (87%), 17 töldu líklegt að þeir myndu hefja annað nám ótengt hjúkrun (14%) og 51 taldi sig vel/mjög vel tilbúinn til að takast á við hjúkrunarstarfið (62%) (tafla 1). Streita Almenn streita Tafla 3 sýnir að meðaltalsstig á PSS var 17,8 (sf=5,4) og að 66 (80%) nemendur voru með streitustig yfir viðmiðunarmörkum (>13,7 stig). Skoðaður var munur á meðaltalsstigum PSS út frá breytum sem lúta að bakgrunni, námi og framtíðar- áformum og streitu sem tengist námi. Marktækur munur var að nemendur 24 ára og yngri (n=13;M=14,6;sf=5,2), þeir sem upplifðu frekar/mjög litla streitu tengda skorti NIÐURSTÖÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.