Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 83
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 81 Tafla 3. Meðalstigafjöldi og áreiðanleiki Perceived Stress Scale og Copenhagen Burnout Inventory og á undirkvörðum hans, og fjöldi einstaklinga sem flokkast með streitu og litla, í meðallagi og mikla kulnun. Breytur sem lýsa streitu og kulnun Heildarstreita >13,7 n (% Lítil kulnun 0-25 stig n (%) Meðal kulnun 26-63 stig n (%) Mikil kulnun 64-99 stig n (%) M (sd; spönn) Cronbachs- alfa Perceived Stress Scale (N=81) 17,8 (5,4; 5-34) 0,85 Fjöldi sem mælist með streitu 66 (80) Persónutengd kulnun (N=81) 12 (15) 63 (78) 6 (7) 42,9 (16,9; 4,2-93,9) 0,82 Námstengd kulnun (N=80) 2 (2) 53 (65) 27 (33) 56,9 (16,9; 5,4-96,4) 0,84 Kulnun tengd samnemendum (N=81) 36 (44) 37 (45) 9 (11) 31,2 (20,4;0-89,7) 0,92 Ritrýnd grein | Peer review Mynd 1. Viðbrögð nemenda við streitu út frá þeim sem eru undir (M<13,7) og yfir (M>13,7) viðmiðunarmörkum streitu Bjargráð við streitu Helstu bjargráð, sem yfir 50% nemenda notuðu vegna streitu voru að tala við einhvern, hreyfa sig, sjálfsgagnrýni og leita í mat eða sætindi (mynd 1). Á myndinni má sjá að jákvæð bjargráð (efstu sex á myndinni) eru að jafnaði frekar notuð af þeim sem flokkast undir viðmiðunarmörkum streitu og neikvæð (neðstu sjö á myndinni) oftar af þeim sem eru yfir viðmiðunarmörkunum. Kulnun Tafla 3 sýnir að meðaltalsstig á Námstengdri kulnun var 56,9, á Persónutengd kulnun 42,9 og á Kulnun tengdri samnemendum 31,2. Í töflunni sést að 69 nemendur (85%) fundu fyrir meðal- til mikillrar persónutengdrar kulnunar, 80 nemendur (98%) fyrir meðal- til mikillrar námstengdrar kulnunar og 46 nemendur (56%) til meðal-mikillrar kulnunar tengdri samnemendum. Skoðaður var munur á meðaltalsstigum kulnunar út frá breytum sem lúta að bakgrunni, námstengdri streitu og námi og framtíðaráformum og streitu sem tengist námi (ekki sýnt í töflum). Niðurstöður á Persónutengdri kulnun voru að nemendur 24 ára og yngri fengu marktækt færri meðaltalsstig (M=32,4;sf=16,6) en 25- 29 ára (M=45,2;sf=14,9) og 30 ára og eldri (M=43,6;sf=18,7). Jafnframt að þeir sem sögðust fá nægan stuðning við nám (M=40,5;sf=15,5) fengu marktækt færri meðaltalsstig en þeir sem fengu ekki stuðning (M=55,6;sf=19,2). Varðandi Námstengda kulnun voru, nemendur sem upplifðu mjög/ frekar mikla streitu tengda ástundun háskólanáms (M=60,5;sf=13,9), samkeppni við nemendur (M=64,8;sf=16,0) og samskiptum við kennara (M=66,4;sf=13,8) með marktækt fleiri meðaltalsstig en hinir sem upplifðu frekar/mjög litla streitu tengda ástundun háskólanáms (33,9;sf=16,5), samkeppni við nemendur (M=53,7;sf=16,4) og samskiptum við kennara (M=53,5;sf=16,7). Þá voru niðurstöður á Kulnun tengdri samnemendum þannig að nemendur 25- 29 ára (M=26,4;sf=16,8) og þeir sem höfðu ekki lokið öðru háskólanámi (M=29,9;sf=20,6) voru með marktækt færri meðaltalsstig en nemendur 30 ára og eldri (M=41,2;sf=23,5) og þeir sem höfðu lokið öðru háskólanámi (M=43,0;sf=15,7). Breytur sem spá fyrir um streitu og kulnun Fjórar fjölbreytuaðhvarfsgreiningar voru gerðar til að kanna hvaða breytur spáðu fyrir um streitu með notkun PSS og kulnun á undirkvörðum CBS. Breytur sem settar voru inn í greininguna voru þær sem höfðu marktæk tengsl við PSS (líkan 1) og einhvern af undirkvörðum CBS (líkön 2-4) og greint er frá að framan og má sjá í töflu 4. Lokalíkön greininganna má sjá í töflu 4. Líkan 1 sýnir að nemendur sem telja sig fá lítinn/engan stuðning við námið og þeir sem fá litlar/engar námsleiðbeiningar voru líklegri til að hafa hærra meðaltalsstig á PSS. Líkanið skýrir 17,2% af breytileikanum. Líkan 2 sýnir að nemendur sem eru 30 ára og eldri voru líklegri til að hafa hærra meðaltalsstig á kvarðanum kulnun tengdri samnemendum. Líkanið skýrir 8,1% af breytileikanum. Líkan 3 sýnir að nemendur sem greindu frá mikilli eða mjög mikilli streitu tengdri ástundun háskólanáms og tengdri samskiptum við kennara eru líklegri til að hafa hærra meðaltalsstig á kvarðanum um námstengda kulnun. Líkanið skýrir 34,8% af breytileikanum. Líkan 4 sýnir að nemendur sem fengu fleiri stig á PSS voru líklegri til að hafa hærri meðaltalsstig á kvarðanum um persónutengda kulnun. Líkanið skýrir 30,6% af breytileikanum. Undir viðmiðunarmörkumYfir viðmiðunarmörkum Leita mér upplýsinga Skrepp í sund Leita aðstoðar / stuðnings Hreyfi mig Slaka á / íhuga Tala við einhvern Reyki Reiðist Græt/loka mig af Drekk áfengi Forðast vandann Gagnrýni sjálfan mig Leita í mat eða sætindi/snarl 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.