Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 85
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 83 Ritrýnd grein | Scientific paper Að vera 30 ára eða eldri spáði fyrir um kulnun tengda sam- nemendum og skýrði 8,2% af breytileika þess líkans. Orsakir geta verið ýmsar en hugsanlega meiri fjölskylduábyrgð, meiri vinna og lítil samleið með og þar með minni stuðningur frá öðrum nemendum sökum hærri aldurs. Ekki fundust rannsóknir sem skýra þetta. Mikilvægt gæti verið að hafa í huga við skipulag náms að leiða saman hópa í námsverkefni eftir aldri. Styrkleiki þessarar rannsóknar er að þýði hjúkrunarfræðinema á lokaári í hjúkrunarfræði á Íslandi var til skoðunar og heimtur voru ásættanlegar eða 72,6%. Þá voru notuð viðurkennd mælitæki (PSS og CBI) sem hafa verið notuð áður hér á landi og sýnt fram á góðan áreiðanleika hérlendis og gott réttmæti í erlendum rannsóknum. Hins vegar hafa próffræðilegir eiginleikar spurninga um námstengda streitu og bjargráð við streitu ekki verið skoðaðir og er það ljóður á rannsókninni. Þó var ákveðið að nota þær vegna þess hversu góða lýsingu þær gefa á námstengdri streitu. Illviðráðanlegur veikleiki er að fáir nemendur voru á lokaári náms þegar gagnasöfnun fór fram. Takmörkun er notkun sjálfsmatslista en þekktur galli þeirra er að þátttakendum hættir til að svara í samræmi við hvað þeir telja æskilegt í stað þess að svara út frá eigin reynslu (Polit og Beck, 2020). Meginályktun rannsóknarinnar er að háskóladeildirnar þurfi að greina streitu og kulnun meðal nemenda í hjúkrunarfræði og sjá til þess að námsumhverfi sé styðjandi og bjóði upp á viðeigandi úrræði svo sem námskeið í streitustjórnun strax í byrjun náms og eflingu jákvæðra viðbragða við streitu. Jafnframt er mikilvægt að kennarar og klínískir leiðbeinendur hugi vel að námsleiðbeiningum og samskiptum við nemendur til að styðja sem best við þá meðan á námi stendur. Þetta er einkum mikilvægt þar sem streita og kulnun í námi hefur víðtæk áhrif á frammistöðu nemenda í námi og þar með faglega þekkingu og færni þeirra eftir útskrift ásamt ákvörðun þeirra að starfa við hjúkrun í framtíðinni. Þá má geta þess að í tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um fjölgun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga sem fyrr er getið var lögð rík áhersla á mikilvægi þess að styðja við hjúkrunarfræðinema og nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga og áréttað að fjármagn þyrfti til þess (Heilbrigðisráðuneytið, 2020). Þátttakendum eru færðar kærar þakkir fyrir þátttökuna og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands fyrir styrk sem gerði rannsóknina mögulega. ÞAKKIR

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.