Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 89
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 87 Það er fjölmargt sem getur haft áhrif á notkun smokka (Chernick o.fl., 2019). Það er í raun allt sem viðkemur aðdraganda notkunar og svo aðstæðunum þegar kemur að notkuninni sjálfri og er háð vitsmunalegum og sálfélagslegum þroska einstaklingsins. Áhrifaþættir á undirbúning og notkun geta falist í þekkingu einstaklingsins á smokkum, hversu vel er talað um hann og notkun hans og hvaða fyrirmyndir einstaklingurinn hefur um þá notkun. Fram kom í íslenskri rýnihóparannsókn meðal ungra karlmanna að langflestir þeirra könnuðust ekki við að hafa séð hvernig ætti að nota smokkinn frá upphafi til enda og voru þá að vísa til kynfræðslu sem þeir hefðu fengið. Þá skorti jafnframt sýnikennslu um hvernig skuli setja smokkinn á getnaðarliminn, til staðar var óvissa með hvernig hann ætti að snúa og hvaða tegundir væru á markaðinum (Sóley S. Bender o.fl., í prentun). Í stærra samhengi við kynlífið almennt þá kom fram í annarri íslenskri eigindlegri rannsókn að ungir menn lýstu óöryggi gagnvart kynlífi því þeir hefðu ekki fengið næga fræðslu um það (Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020). Það virðist nokkuð lífseigt sjónarmið að það sé óþægilegt að nota smokkinn en jafnframt að hann dragi úr rómantík augnabliksins og ánægju kynlífsins (Millhausen o.fl., 2018; Sóley S. Bender og Álfheiður F. Friðbjarnardóttir, 2015). Þátttakendur í rannsókn Millhausen og félaga (2018) lýstu frekar kynmökum sem ánægjulegum ef smokkur var ekki notaður og öfugt ef hann var notaður. Slík neikvæð afstaða er ólíkleg til að virka hvetjandi á smokkanotkun. Jafnframt hefur komið fram í frásögnum unglingsstúlkna að kynlífsfélagi þeirra hafi reynt með vissum þvingunum að sannfæra þær um að það væri óþægilegt að nota smokka (Teitelman, o.fl., 2011). Þarna virðist vera til staðar einhver tilhneiging í þá átt að forðast notkun því hún gæti reynst óþægileg fyrir viðkomandi. Auk þess skiptir máli hversu góðar fyrirmyndir ungir karlmenn hafa um smokkanotkun. Ef vinir þeirra segjast allir nota smokkinn þá má telja líklegra að það hvetji þá til dáða. Gagnstæð skilaboð má ætla að virki í öfuga átt. Í langtímarannsókn Henry o.fl. (2007) kom fram að ef viðkomandi átti vini, í fyrri hluta rannsóknarinnar, sem höfðu oft kynmök án þess að nota smokka voru þeir síður líklegir til að nota smokka í seinni hluta rannsóknarinnar. Varðandi aðrar fyrirmyndir þá er líklegt að ungir karlmenn sem hafa horft mikið á klám hafi fengið fáar fyrirmyndir um smokkanotkun. Safngreining Tokunaga o.fl. (2020) frá 18 löndum leiddi í ljós að meira klámáhorf var tengt við smokkalaust kynlíf en langtímarannsókn Koletić, o.fl. (2019) studdi ekki þá niðurstöðu. Rannsóknir eru því ekki á einu máli um þetta en íslenskir ungir karlmenn hafa lýst því að klámáhorf hafi mikil áhrif á kynlíf og kynjamyndir þeirra (Kolbrún Sigurgeirsdóttir o.fl., 2019; Lóa Guðrún Gísladóttir o.fl., 2020). Til þess að geta stundað öruggt kynlíf er mikilvægt að geta rætt við kynlífsfélaga um notkun getnaðarvarna eins og smokkinn. Í rannsókn French og Holland (2013) kom fram að tjáskipti um smokkanotkun spáði mest fyrir um þá notkun. Það er því til mikils að vinna að kunna góð samskipti. Það virðist þó ekki vera sama hvaða leiðir eru farnar í þessum tjáskiptum því ef viðkomandi taldi kynlífsfélaga ekki vilja nota smokk þá var áhrifaríkast að ræða um ýmiss konar áhættu sem felst í óvörðu kynlífi, nota bein tjáskipti með eða án orða og að fylgja því fast eftir að vilja nota smokk (Tschann o.fl., 2010). Á seinni árum hefur í auknum mæli verið vakin athygli á því að kynlífsvandi getur tengst smokkanotkun. Hafa ungir karlmenn greint frá því að upplifa smokkatengdan risvanda (Graham o.fl., 2016; Hill, o.fl., 2015). Þessar rannsóknir á kynlífsvanda byggjast á megindlegum rannsóknaraðferðum og því mikilvægt að skoða slíkar upplifanir með eigindlegum aðferðum. Ýmsar eigindlegar rannsóknir hafa verið gerðar á smokkanotkun karla (Breny og Lombardi, 2017; Chernick, o.fl., 2019). Fáar eigindlegar rannsóknir virðast hafa verið gerðar sem INNGANGUR SÓLEY S. BENDER PhD, prófessor KATRÍN HILMARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur MS ÞÓRA JENNÝ GUNNARSDÓTTIR PhD, dósent Smokkanotkun ungra karlmanna: Viðhalda reisn. Eigindleg rannsókn Höfundar Ritrýnd grein | Peer review
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.