Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 94

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 94
92 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Með aukinni þekkingu á reynslu ungra karlmanna af smokkanotkun, hvetjandi og letjandi þáttum smokkanotkunar er talið að betur megi sníða kynfræðslu að þeirra þörfum. Bæta megi upplifun þeirra af smokkanotkun og auka þannig smokkanotkun sem skilar sér í ábyrgara og jafnvel ánægjulegra kynlífi þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af neikvæðum afleiðingum. Sem dæmi má hvetja unga karlmenn til að æfa sig að nota smokka þar sem þeir geti öðlast aukna færni og sjálfstraust og kunna þá betur til verka þegar til raunverulegrar notkunar kemur. Vinna þarf með neikvæða afstöðu til smokkanotkunar og draga úr neikvæðum áhrifum þess leikhlés sem verður við það að setja smokkinn á. Þá má þjálfa hæfni ungra karlmanna til að ræða við kynlífsfélaga um smokkanotkun. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst hjúkrunarfræðingum og öðrum fagaðilum sem koma að kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu ungs fólks til að stuðla að aukinni smokkanotkun og þróa og efla kynheibrigði þess. ÁLYKTUN viðtalsaðferð. Í úrtakinu voru bæði gagnkynhneigðir og samkynhneigðir einstaklingar svo mismunandi sjónarhorn þeirra gátu komið fram. Að lokum má nefna að rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hefur hagnýtt gildi fyrir íslenskt samfélag og vonast er til að niðurstöður nýtist við stefnumótun, í kynfræðslu og við kynheilbrigðisþjónustu m.t.t. þess að stuðla að kynheilbrigði ungra íslenskra karlmanna. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar, sem og eigindlegra rannsókna almennt, er að dregin er fram mynd af reynsluheimi fárra einstaklinga og því er ekki unnt að yfirfæra niðurstöður yfir á stærri hóp (Anderson, 2010). Kvenkyns rannsakandi tók öll viðtölin sem mögulega getur hafa haft áhrif á frásganir ungu mannanna. Þeir sem höfðu kost á að taka þátt í rannsókninni komu í gegnum kynheilbrigðimóttöku annars vegar og félagasamtök hins vegar. Jafnframt voru flestir af höfuðborgarsvæðinu. Það er möguleiki að fjölbreyttari hópur hefði gefið enn ríklulegri mynd af reynsluheimi ungra karlmanna á þessu sviði. Smokkanotkun ungra karlmanna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.