Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 9
stök mótefni, sem ekki gætu talizt til áður þekktra blóð-
flokka. Þetta er það, sem kallað er Rh-eiginleiki
blóðsins. Rh er skammstafað fyrir Rhesus, af því að þessi
eiginleiki fannst fyrst í apablóði. En Rhesus er latneskt
nafn á apa.
Wiener hefur sýnt fram á, að 85% af öllum mönnum
hafa Rh-eiginleikann, en 15% hafa hann ekki. Á fslandi
hafa 81% fundizt með Rh-eiginleikann, en 19% án hans.
Og það kom fljótt í ljós, að þessi uppgötvun var hin
mikilvægasta, ekki aðeins frá vísindalegu sjónarmiði séð,
heldur einnig fyrir fjölda manna, og ekki sízt kvenna,
sem geta átt líf sitt undir því, að læknarnir kunni skil
á þessari nýju þekkingu.
Til þess að gefa hugmynd um gagnsemi þessara stað-
reynda skal ég nefna dæmi til skýringar:
Kona er örmagna eftir mikinn blóðmissi, og til þess að
bjarga lífi hennar er tekið blóð úr einhverjum, t. d. eigin-
manni hennar, sem telst til sama flokks, eða þá úr ein-
hverjum þeim flokki, sem hingað til hefur verið talið að
óhætt væri að dæla manna á milli; t. d. er vanalega
óhætt að dæla 0-blóði í mann úr A- eða B-flokki. Þótt
blóðið hafi verið prófað rækilega úr báðum, bæði sjúkl-
ingnum og gjafaranum, þá getur svo farið, að konan, sem
þurfti á blóðinu að halda, verði fárveik eftir blóðgjöfina,
fái háan hita, óráð og deyi einum eða tveim sólarhringum
seinna.
Annað, sem oft kemur fyrir er, að sjúklingur, sem þarf
á blóði að halda, þurfi ítrekaðar blóðgjafir; og ef hann
fær blóðið hvað eftir annað úr sama manni, verður hann
smám saman veikari og veikari af hverri blóðgjöf, unz
hann loksins deyr af einni slíkri blóðgjöf.
Þessi slys af blóðdælingunum stafa langoftast af því að
sjúklingurinn, sem blóðgjafirnar fær, hefur ekki Rh-eig-
inleikann í blóði sínu; en blóðgjafinn, sem blóðið er tekið
Heilbrigt líf
123