Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 76
málið ekki komið á það stig, þar sem frumvarpið um
héraðahæli hefur nýiega verið lagt fyrir Alþingi. En
óhjákvæmilegt virðist vera að taka það til athugunar, og
fá heppilega lausn á þeim vandræðum, sem heimilin, ekki
sízt í strjálbýli, eiga nú við að etja, þegar veikindi ber
að höndum og með tilliti til gamalmenna, að athuguðum
hinum breyttu aðstæðum síðari ára, þar sem húsmæður
víðast skortir alla hjálp við heimilisstörfin.
Öllum má vera það ljóst, að fullkomin heilsugæzla getur
aldrei komið til framkvæmda á næstu tveimur árum, eins
og nú er í pottinn búið, en innan 6-8 ára ættu þau að
vera framkvæmd nokkurn veginn til fullnustu, ef vel er
á haldið, og málin þegar tekin til nákvæmrar íhugunar.
Þarf þá fyrst og fremst að byggja Hjúkrunarkvennaskól-
ann, svo að hægt verði að útskrifa 30—40 hjúkrunarkonur
árlega. Reynsla undangenginna ára hefur sýnt, að rúmur
% nemendanna dregst frá, vegna giftinga eða sjúkleika,
og alltaf munu nokkrar þeirra dveljast erlendis við fram-
haidsnám. En síðustu árin hafa venjulega útskrifazt 8—10
nemar. Á síðasta ári luku þó 16 stúlkur námi. Næstu
ár verða þær að líkindum færri, vegna þess, að aðsókn að
náminu hefur verið mjög treg upp á síðkastið. Veidur
þar sennilega tvennu um. Annars vegar mikið framboð á
alls konar vinnu, og bættur efnahagur og ástæður að-
standenda til þess að veita stúlkum tækifæri til að stunda
annað nám. Hins vegar hin lítt aðlaðandi skilyrði við
hjúkrunarnámið, eins og högum skólans er nú háttað. í
því sambandi verður að taka til greina, að kjör ungra
kvenna hafa batnað til muna, og kröfur þeirra vaxið um
leið. Nútímastúlkan gerir allt aðrar kröfur til hjúkrunar-
náms nú, en gerðar voru fyrir nokkrum árum; og fái hún
ekki kröfum sínum um vinnuskilyrði og aðbúð framgengt,
fæst hún ekki til námsins. Léttari störf standa hvort sem
er til boða á hverju leiti. Auk þess vill hún ganga í skóla
190 Heilbrigt líf