Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 133
Vegna slysfara voru farnar 44 ferðir, en ekkert tekið fyr-
ir þær.
Samtals óku sjúkrabifreiðarnar rúma 20 þús. kílómetra.
Auk þess sem að framan greinir, voru frá því í október
1946 og til áramóta farnar 60 ferðir innanbæjar með lömunar-
sjúldinga, milli Farsóttabússins og Sundhallarinnar. Var þetta
gert án endurgjalds.
A'ámskeiS:
Fyrri liluta októbermánaðar var haldið námskeið í hjálp í
viðlögum fyrir ljósmæðranema í Hjúkrunarkvennaskóla Islands
í Landspítalanum.
í Neskaupstað voru lialdin 4 námskeið, síðari hluta sama
mánaðar. Þátttakendur 78. Á Seyðisfirði voru önnur 4 námskeið
dagana 23. okt. til 3. nóv. og voru þátttakendur þar alls 81.
Hjúkrunarkona R.K.Í., frk. Margrét Jóhannesdóttir, veitti
öllum námskeiðunum forstöðu, og annaðist kennslu að miklu
leyti. í Reykjavík kenndi Bjarni Jónsson læknir einnig við
námskeiðið þar.
Fræðslukvikmyndir R.K.Í. hafa verið notaðar við námskeið
þessi, þar sem því hefur orðið við komið.
Barnaheimilið í Laugarási:
Á síðast liðnu sumri var ekkert unnið við byggingu barna-
heimilisins, aðallega vegna skorts á vinnuafli. En upp úr síðustu
áramótum var vinna hafin á ný og stendur hún enn yfir.
Efnisskortur liefur tafið allmikið fyrir framkvæmdum, en
þó miðar í áttina. Eru góðar vonir um, að þetta nýja og mynd-
arlega barnaheimili R.K.f. verði nú starfrækt í sumar.
Aðs/oð viS íslendinga erlendis:
Allmörgum Islendingum í Mið-Evrópu hefur verið séð fyrir
matarsendingum mánaðarlega. Hefur Danski Rauði Krossinn og
Dr. Skadhauge, sem starfar í sendiráði íslands í Kaupmanna-
höfn, annazt þessar framkvæmdir, en R.K.Í. greiðir andvirðí
matarins og allan kostnað við flutning hans til viðtakanda.
Er óhætt að fullyrða, að hér hafi verið um hið mesta mann-
úðarstarf að ræða, enda mörg óræk vitni um hversu það hefur
bætt úr brýnni þörf. Hefur bögglanna jafnan verið beðið með
247
Heilbrigt líf