Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 100
fengið, ef miðað var við efri kjálkann einan, en aðeins
30% færri í neðri kjálkanum.
Seinni skýrslur frá þessum sömu mönnum sýna svipað-
ar niðurstöður og sú fyrsta. Þær eru um sömu börnin,
sem fengu fluor á tennur 1942 og sýna, hvernig þeim
hefur reitt af í 3 ár. Af fullorðinstönnum höfðu rúmlega
þriðjungi (36,7%) færri skemmzt af þeim, sem fluor
fengu. Aðeins 22,2% færri fengu nýjar skemmdir, þeirra,
sem fluor fengu.
Munurinn er greinilegur, en ekki neitt stórkostlegur.
En þess ber að gæta, að börnin höfðu aðeins fengið fluor
í nokkur skipti um tveggja mánaða tíma fyrir þremur
árum, en meðferðinni hafði ekki verið haldið áfram.
Nýlega hefur Jordan bent á, að heppilegast sé að bera
á tennurnar 4—8 sinnum, en ekki þýði að bera oftar á
þær á sama árinu. Gagnslaust virðist vera að bera fluor
á tennur fullorðinna til þess að koma í veg fyrir skemmd-
ir á þeim. Það virðist þurfa að komast á tennurnar með-
an þær eru að myndast. Nú er það svo, að glerungurinn
myndast út frá slímhúð munnsins áður en tönnin vex
fram, og þar kemst ekkert fluor að úr munninum. Það
getur því aðeins verkað á tönnina eftir að hún er full-
mynduð, en meðan tönnin er að vaxa getur það skipt
nokkru máli, að glerungurinn eigi aðgang að nægilegu
fluor til að ná fullri hörku.
í barnaskólum á íslandi, þar sem tannlæknar hafa
eftirlit með tönnum barnanna, væri ástæða til þess að
gera svipaðar tilraunir og þær, sem hér hefur verið lýst,
og reyna að komast að ýtarlegri niðurstöðu um gagnsemi
þessarar meðferðar, sem er einföld og tiltölulega fyrir-
hafnarlítil.
Niels P. Dungal.
214
Heilbrigt líf