Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 21
að fáir eða enginn ætti að þurfa að deyja úr þeim sjúk-
dómi, ef rétt er greindur og ópererað á meðan bólgan
hefur ekki breiðzt út fyrir sjálfan botnlangann".
Það ætti að vera hiklaus regla að gera botnlangaskurð
strax og vissa er fengin um bráða bólgu. En hinn mesti
bjarnargreiði er að gefa sjúklingnum þá deyfandi lyf
(morfín), því að meðan áhrif þess standa, er ekki hægt
að gera sér grein fyrir gangi veikinnar og einkennum til
byrjandi lífhimnubólgu. Eins er það hið mesta óhappa-
verk, að gefa manni með bólgu í kviðarholi inn hægðalyf,
t. d. laxerolíu.
Höf. leggur mikla áherzlu á að fá sjúklingana sem
fyrst til aðgerðar. Þegar þeir koma í Landspítalann, er
tekin afstaða til, hvort skera skuli til botnlangans þegar
í stað, og er þá að jafnaði allt tilbúið til aðgerðarinnar
að klukkutíma liðnum, enda er hver stundin dýrmæt. Er
ekki ofmælt, að líf liggi þá við. — En það er eitt að-
gæzluvert í þessu máli, sem sé, að mjög fáir menn með
bráða botnlangabólgu eru fluttir í Landspítalann eftir
háttatíma á kveldin. Læknirinn kemst að þeirri niður-
stöðu, að flestir þeirra, sem eru ekki fluttir inn fyrir mið-
nætti, liggi heima næstu 12 klst.; en þá er dýrmætum
tíma glatað, og tekur höf. svo til orða: „ . .. sjúkdómurinn
gerir engan mun á nóttu og degi“. Bólgan gerir um sig
jafnt og þétt, og botnlanginn kann að springa á þessum
tíma, en þá fara horfur stórversnandi.
Höf. lýsir gaumgæfilega þeirri tækni, sem læknarnir nú
nota við aðgerðina, og verður ekki farið nánar út í þá
sálma hér. Það er vitanlega allt annað og oft erfitt verk
að taka botnlanga við bráða bólgu, heldur en þeir skurðir,
sem mjög tíðkast á fólki, er aldrei hefur fengið reglu-
legt botnlangakast. —
Læknirinn segir, að keri sé nú orðið mjög sjaldan
Heilbrigt líf
135