Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 54
leið þau tíðindi, að foreldrar hennar og bróðir hefðu far-
izt. Henni var ekið á kerru um ósléttan veg til stöðvar
herlæknanna. Þeir töldu tormerki á að hjálpa henni, því
að drep væri í fótleggnum. Þá leið yfir ungfrú Sasaki.
Er hún raknaði við, var hún á leið í sjúkrahús. Þegar
þangað kom, lá við borð, að henni yrði vísað frá, en hún
fékk þó að vera, þegar læknirinn varð þess var, að hún
hafði hitasótt.
1 Rauða Kross spítalanum vann Sasaki, læknir, hvíldar-
iaust í 3 sólarhringa. Fleygði sér rétt aðeins einu sinni í
klukkutíma. Á þriðja degi komu fleiri til hjálpar, en þó
voru aðeins 8 læknar um 10.000 særða og sjúka. Dr.
Sasaki komst nú heim til sín og svaf óslitið í 17 klukku-
stundir.
Læknarnir þóttust nú vita, að þessi ógnarsprengja væri
engu lík, því að þeir komust að raun um, að allar rönt-
genfilmur í kjallarageymslu spítalans höfðu orðið fyrir
samskonar áhrifum eins og þegar myndir eru teknar með
röntgengeislum (,,exponeraðar“).
Enginn vissi fyrstu dagana, að hér var kjarnorku-
sprengja á ferðinni, því að hvorki útvarp né blöð birtu
neitt ákveðið um það.
Þann 9. ágúst kl. 11,02 féll síðari kjarnorkusprengjan
í Japan, á borgina Nagasaki.
Tvítug kona lenti í húshruni með ungbarn sitt, sem dó.
En hún fékk sig ekki til að skilja það við sig. Síra Tani-
moto hitti hana á 4. degi, og enn hélt hún á barninu í
fanginu, þó að rotnun væri byrjuð. Hún færðist undan
að fara með það í bálstofu, en í Japan eru lík ætíð brennd.
Einn af kaþólsku prestunum, faðir Cieslik, hafði frétt
af spítalahruninu og slysi dr. Fujii og leitaði hann uppi
168
Ileilbricjt líf