Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 22
lagður í skurðinn. — Síðustu árin er farið að strá súlfa-
dufti í lífhimnuna, einkum ef botnlangatotan er sprung-
in eða gruggugur vökvi kominn í kviðarholið vegna byrj-
andi lífhimnubólgu. — Penicillin hefur ekki gefið góða
raun, því að lítt vinnur það á saurgerlum, ef langinn
springur. — ígerð fengu 28 sjúklingar, en ekki reynd-
ust þær hættulegar. Engan sjúkling misstu þeir úr lungna-
bólgu. — Rúmlega helmingur sjúklinganna lá í 10 daga
eða skemur eftir aðgerðina, en aðrir lengur.
Að lokum kemur höf. að mjög mikilsverðu atriði, sem
sé því, að s j ú k 1 i n g a r í R e y k j a v í k k o m a s t
ekki í sjúkrahús í tæka tíð. Þeir eru fluttir
þangað það seint, að botnlanginn er sprunginn í 3. hverj-
um manni, sem leggst í Landspítalann með bráða botn-
langabólgu. Meiri hluti þeirra kemur ekki fyrr en 30 klst.
frá því að þeir veikjast, þó að þeir séu þegar orðnir þungt
haldnir. Höf. hefur farið gaumgæfilega gegnum sjúkra-
skrárnar og komizt að raun um, að þeir, sem dóu eftir
aðgerðina, höfðu allir legið lengur en 2% sólarhring í
heimahúsum áður en þeir komu í Landspítalann og á
skurðborðið. Spítalavandræðin eru það mikil, að sjúkra-
samlagslæknarnir, er stunda sjúldingana á heimilunum,
standa venjulega í stímabraki til þess að koma fárveikum
manni í sjúkrahús, og er það ekki að furða, því að höfuð-
staðurinn á sér ekki neitt almennt sjúkrahús. Hve lengi
skal þetta svo til ganga?
Dánartalan af öllum hópnum, sem skýrslan nær
yfir, 1040 sjúklingum, er 3,05%. „Allir þeir, sem dóu,
voru með sprunginn botnlanga, og er dánartalan í þeim
hópi tæplega 10%“. Af þeim dánu var ein kona, 2 börn
og 5 karlar, enda er svæsin botnlangabólga algengari í
körlum en konum, eins og drepið var á. Þessir sjúklingar
136
Ileilbrigt lif