Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 115
andi konum og 5) heimilisvitjanir til sjúklinga. Vegna
berklavamanna voru skoðaðir 8 693 sjúklingar. Starf-
semin í öðrum heilsuverndarstöðvum (ísaf., Sigluf., Ak.,
Sevðisf., Vestm.eyjum) takmarkaðist við berklavarair.
Kannsóknastofa Háskólans.
Próf. N. P. Dungal birtir skýrslu um 5 985 rannsóknir
vegna berklaveiki, taugaveiki, kynsjúkdóma, vefjarann-
sókna o. fl. Smásjárskoðun á hrákum var gerð í 1039
skipti, en rannsókn á berkiasýklum í þvagi (ræktun) í
101 skipti. Mikill fjöidi blóðprófana vegna svfilis. —
Krufningar voru 85.
Matvaelaeftirlit rikisins.
Atvinnudeild Háskólans birtir skýrslu um rannsóknir á
323 sýnishornum (fiskmeti, kjöt, kaffi, smjör og smiör-
Hki, krydd o. fl.). í eitt skipti reyndist kaffi mengað
steinolíu, en einu sinni leyndist óhrein tuska í brauði.
Að tilhlutun héraðsiæknisins í Reykjavík voru athuguð
60 sýnishorn af mjólk — fita og gerlafjöldi. Gerlamagnið
reyndist frá 3000 upp í 3 000 000.
Fyrir þá, sem leggja sér til munns rjómaís, er fróðiegt
að heyra, að gerlafjöldi í rúmsentímetra var allt upp í
300 000 000. 1 skýrslunni segir: „Framleiðendum rjóma-
íssins voru jafnóðum sendar skriflegar áminningar og
hótað að taka af þeim söluleyfi, ef þeir gætu ekki gert
vöru þessa þannig úr garði, að hún uppfyllti viss skil-
jTrði“.
Manneldisráð ríkisins.
Á þessu ári var lokið við að prenta rit dr. Júlíusar
Sigurjónssonar, „Mataræði og heilsufar á íslandi", þar
sem gerð er grein fyrir manneldisrannsóknum þeim. er
ráðið hafði haft með höndum undanfarin 4 ár. Var þar
Hrilbrif/l Uf
229