Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 58
köst. Morguninn þ. 20. ágúst — 2 vikura eftir sprenging-
una — var frú Nakamura að greiða hár sitt og sá þá
hárvisk í greiðunni. Þetta ágerðist, svo að konan missti
alit hárið og varð sköllótt á nokkrum dögum.*) Hún slas-
aðist ekki við sprengjuáfallið. En nokkuð bar á velgju og'
matarólyst. Þ. 26. ág. urðu konan og Myeko, yngri telpan
hennar, máttfarnar og lágu um kyrrt í flatsængum sín-
um. En hin börnin voru þau sprækustu. — Um sama levti
varð síra Tanimoto lémagna og lagðist í rúmið. En áður
var hann sívinnandi við björgunarstörf.
Það var ekki von, að fólk þetta gerði sér Ijóst, að nú
voru fyrst að gera vart við sig afleiðingar geislamagns-
ins í kjarnorkusprengjunni.
Ungfrú Sasaki gekk seint að ná sér eftir beinbrotið.
Það voru fáir uppi standandi til að hjúkra. Hjálparfólk
kom og fór, og iðulega þurfti því að flytja þungt haldna
sjúklinga úr einum stað í annan. Þessi stúlka var flutt
enn á ný þ. 9. september, í Rauða Kross spítalann, og sá
þá fyrst við flutninginn allar hörmungar borgarinnar,
sem voru miklu ægilegri en hún hafði gert sér í hugar-
lund.
Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds, er hún
sá græna hulu yfir öllu — rústum, húsaþökum og jarð-
vegi. Einkennilegt var, hve arfa og alls konar öðru ill-
gresi skaut upp um allt og var sums staðar í þann veg-
inn að hylja rústirnar, þó að skammt væri um liðið.
Geislamagn kjarnorkusprengjunnar hafði stórlega örv-
að vöxtinn.
I R. Kr.-spítalanum lét nafni hennar dr. Sasaki sér
annt um hana. Reyndar var gengið upp allt gips til um-
’) Þetta eru áhrif frá liinum geislamögnuðu efnum kjarn-
orkusprengjunnar, og verða afleiðingarnar þá eins og þegar
röntgengeislar eru notaðir til þess að ná burt hári við húð-
sjúkdóma, t. d. við lækningar á geitum í höfði. - - Ritstj.
172
Heilbrigt líf