Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 127
samanlögð vegalengd utanbæjar 27466 kilómetrar. 30 sjúklingar
voru fluttir ókeypis vegna slysfara. Deildinni á Seyðisfirði var
útvegaður einn sjúkrabíll, og er hann starfræktur þar og á
Fljótsdalshéraði.
Sjúkrasleíiar:
Í.S.Í. voru afhentir að gjöf fimm sjúkrasleðar, ásamt teppum
og öðrum nauðsynlegum umbúnaði, og eru þeir þegar teknir til
afnota í hinum ýmsu skíðaskálum í nágrenni bæjarins.
Hjálp í viölögum:
Rauði Krossinn sá um kennslu í Hjálp í viðlögum á nánis-
skeiði Námsflokka Reykjavíkur, sem haldið var í Háskólanum
vorið 1944. 1 október var svo annað námsskeið fyrir nemendur
Ljósmæðraskóla íslands, en hið þriðja í röðinni í Austurbæjar-
skólanum. Eru nemendur þar eingöngu eldri og yngri skátar,
sem áður hafa numið þessi fræði. Er þetta námsskeið með nokk-
uð öðrum hætti en tíðkazt hefur, enda ætlunin að nemendurnir
geti að loknu prófi tekið að sér kennslu í hjálp í viðlögum. Þeir
eru milli tuttugu og þrjátíu.
Kennslu liafa annazt: Sigurður Sigurðsson, form. R.K.Í.,
Bjarni Jónsson, læknir, Jón Oddgeir Jónsson, ráðunautur Slysa-
varnafélags Islands, og hjúkrunarkonurnar frú Laufey og ungfrú
Margrét. Kvikmynd R.K.l. liefur verið notuð í sambandi við
kennslu þessa, auk þess sem hún hefur verið lánuð út úr bæn-
um í sama tilgangi.
Otgáfustarfsemi:
Heilbrigt líf. Þeirri útgáfu hefur verið hagað mjög á saina
veg og undanfarin ár, og ritstjóri hefur verið hinn sami, dr.
Gunnlaugur Claessen. Vinsældir þessa tímarits aukast sífellt,
svo sem kaupendafjölgun ber vitni um. Ritið mun nú rekið
hallalaust, eða því sem næst. Verð síðasta árgangs var kr. 18.00,
og var ákveðið í samráði við verðlagsstjóra.
Unga tsland. Sjá ársskýrslu ungliðadeildanna.
Barnaheimili:
1 tilefni 20 ára afmælis R.K.Í. hinn 10. des. s. 1. ákvað aðal-
stjórn á fundi þann 22. maí 1945, að ráðast í byggingu sumar-
dvalarheimilis að Laugarási í Biskupstungum. Hefur þegar verið
Heilbrigt líf —-16
241