Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 14
föðurnum líka. Hér er um að ræða erfðalögmál, sem erfitt
er að útskýra hér. En í stuttu máli, fyrir þá, sem eitt-
hvað kannast við erfðaiögmál, má segja, að Rh-eiginleik-
inn getur verið tvígiidur eða eingildur hjá karlmannin-
um, þannig, að ef hann á barn með konu, sem er Rh -5-,
þá verða öll börn hans Rh ef eiginleikinn er tvígildur,
en sé eiginleikinn eingildur, þá verður annað hvort barn.
sem hann á, Rh +. Ef karlmaðurinn er þannig gerður,
sem er sjaldgæft, að öll börn hans myndu verða Rh -f, þá
er ekki von að vel fari, ef hann giftist konu, sem er
Rh -í-. En í flestum tílfellum er karlmaðurinn ekki þannig
gerður, heldur verður aðeíns helmingur af'börnum hans
Rh -)-, og þá eru möguleíkar til þess að hjónin geti átt
börn saman, vegna þess að annað hvort barn mundi verða
Rh 4-, og konan verður ekki veik af því að ganga með
barn, sem er Rh
En að nokkru leyti er þetta undir konunni sjálfri kom-
ið, því að konurnar hafa mismunandi eiginleika til þess
að framleiða sérstakt eggjahvítuefni í blóðinu, sem virð-
ist eiga mikinn þátt í þessari mótefnamyndun. Og sá eig-
inleiki er vafalaust að miklu leyti arfgengur líka, en ekki
er eins kunnugt, hvernig hann gengur að erfðum. Heildar-
útkoman er í höfuðatriðum sú, að þótt svona sé ástatt, að
konan sé Rh - og maðurinn Rh þá er samt ekki nema
nálægt því fimmta hvert hjónaband þannig lagað eða
rúmlega það, að konan veikist af þessum orsökum.
Nú munu menn spyrja: Skyldi vera nokkur leið til þess
að ganga úr skugga um, hvort eiginmaðurinn, sem er
Rh -(-, muni vera þannig gerður, að öll hans börn hljóti
að verða Rh +. Já, slíka rannsókn er hægt að fram-
kvæma, og ef það sannast, að maðurinn geti aldrei átt
nema Rh -f- börn, þá er stundum hægt að segja fyrir
með vissu, að hann geti ekki átt heilbrigt barn með
konu, sem er Rh Ef konan verður ófrísk af völd-
128
Heilbrigt li/