Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 129
Sjúkrabílar. Eins og áður getur, eignaðist Seyðisfjarðar-
deildin sjúkrabíl á árinu fyrir milligöngu R.K.Í., og Akureyrar-
deildin annan til endurnýjunar á hinum gamla sjúkrabíl lienn-
ar, sem mjög var úr sér genginn. Voru á Akureyri í'luttir 196
sjúklingar, þar af 80 utanbæjar, lengst frá Húsavík. Sauðár-
króksdeildin hefur, með gjöf frá íþróttafélaginu Máninn þar á
staðnum, stofnað sjóð til kaupa á sjúkrabíl, og ákveðið að leggja
árlega nokkra fjárhæð í sjóðinn. í Hafnarfjarðar- og Vestmanna-
eyjadeildum hefur verið rætt um kaup á sjúkrabílum, þótt enn
hafi ekki orðið af framkvæmdum. ísafjarðardeildin hefur rætt
um kaup á flugvél til sjúkraflutninga.
Hjdlp i viSlögum. Nokkrar deildanna liafa liaft námsskeið í
þessum fræðum, m. a. Akranessdeildin, og var J)ar lögð sérsiök
áherzla á björgun drukknaðra. Hefur deildin eignazt Carbogen-
tæki fyrir atbeina R.K.Í., og var það að sjálfsögðu notað á
námsskeiðinu. Námsskeið þetta var mjög vel sótt, m. a. af all-
flestuin skipstjórum staðarins.
Sumardvalir barna. Allmargar deildanna hafa nú sem fyrr
haft forustu um sumardvalir barna og átt menn í sumardvalar-
nefndum viðkomandi bæjarfélaga.
Noregssöfnunin. Allar deildirnar hafa aðsloðað við Noregs-
söfnunina. k Akranesi söfnuðust rúmlega 3 þúsund krónur í
peningum, og auk þess nýr fatnaður úr verzlunum að verðmæti
rúmlega 16 þús. kr. Á Akureyri tæpar 2 þús. í peningum, auk
fatnaðar, er sendur var í 32 pokum og 78 kössum. Á Sauðárkróki
söfnuðust um 2 þús. í peningum, mest fyrir atbeina Ungiiða-
deildarinnar, en auk þess gaf Rauðakrossdeildin 400 krónur úr
sjóði sínum.
Ársskýrslur. Frá 4 deildum liafa enn ekki borizt ársskýrslur,
þ. e. a. s. Isafjarðar, Keflavíkur, Siglufjarðar og Seyðisfjarðar,
og er því ekki hægt að segja neinar verulegar fréttir af þessum
deildum. Er slíkt mjög bagalegt, og eru deildirnar beðnar að
senda skýrslur sínar ávallt fyrir aðalfund, svo sem lög standa til.
Ný deild. Fyrir nokkrum dögum barst stjórn R.K.Í. skeyti
um, að ný deild hefði verið stofnuð í Neskaupstað, með 60 fé-
lögum. F'ormaður er Einar Hilmar lyfsali. Stjórn R.K.Í. býður
þessa nýju deild velkomna til starfa.
Heilbrigt líf
243