Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 61
korn suðaustur af gamalli spítalarúst. — Ævintýralegar
frásagnir eru um myndir af völdum sprengjunnar, þar
sem móta sást á húsveggjum fyrir mannslíkömum, t. d.
málara, er dýfir pensli sínum í málningarkrúsina, eða
Ökumanni í hestvagni, sem reiðir svipuna til höggs.
Síra Kleinsorge var sífellt með hita og var hann því
fluttur í kaþólskan spítala í Tokio, með þeim skilaboðum,
að læknarnir skyldu varast blóðgjöf, því að prestinum
kynni þá að blæða út um stunguna. Hann var fölur og
máttfarinn, enda reyndist hann mjög blóðlaus og hvít
blóðkorn námu aðeins 3000 í rúmmillimetra (5—7000 í
heilbrigðum). Tokio-læknarnir höfðu þá enga reynslu um
lækningar við fólk, sem orðið hafði fyrir kjarnorku-
sprengjum. Læknirinn gaf sjúklingnum von um, að hann
mundi ná sér á hálfsmánaðartíma. En þegar hann kom
út í spítalagöngin, taldi hann prestinn af, í viðtali við
nunnuna. Síra Kleinsorge voru gefin vítamín og járn-
og arseníklyf. Læknirinn reyndist ekki sannspár um
gang veikinnar. Þó að sjúklingurinn færi á mis við blóð-
gjöf, sem er þjóðráð, þegar svona stendur á, fór hann
að rétta við. Hitaveikin rénaði og eftir nokkrar sveiflur,
komst tala hvítu blóðkornanna upp undir 6000. — Síra
Kleinsorge var einn af fáum, sem fluttir voru frá Hiros-
hima til höfuðborgarinnar, og vakti ástand hans mikla
athygli meðal amerískra og japanskra lækna, sem iðu-
lega heimsóttu hann. Það var beinlínis haft mikið við
prestinn vegna þess, hve þetta var óvenjulegt.
Klæðskeraekkjan, Nakamura og börn hennar, voru ekki
undir neinu eftirliti. Skildingaráð voru það lítil, að hún
hafði ekki efni á að leita læknis. Börnin urðu lasin, hár-
lítil og höfuðveik, en skriðu saman að lokum.
Dr. Sasaki og aðrir læknar á Rauða Kross spítalanum
voru nú búnir að gera sér grein fyrir sjúkleikanum af
völdum kjarnorkusprengjunnar — sem hér segir:
Heilbrigt lif
175