Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 10
frá, hefur Rh-eiginleikann. Þegar blóði úr manni, sem
hefur Rh-eiginleikann, er dælt hvað eftir annað í annan
mann, sem ekki hefur þennan eiginleika, myndast smám
saman meiri og meiri mótefni á móti þessu blóði í blóð-
vatni sjúklingsins, unz að því rekur, að blóðvatn hans
fer að leysa upp aðkomnu blóðkornin, og þá verða þau
sjúklingnum hættuleg. Að þessu geta orðið svo mikil
brögð, að allt blóðið, sem í sjúklinginn er dælt, eyðilegg-
ist vegna þess að blóðkornin splundrast, og þá verður
ástand sjúklingsins stórhættulegt. Þetta er það, sem
Wiener hefur sýnt fram á að oft á sér stað, þegar blóði
úr Rh-manni er dælt hvað eftir annað í mann, sem ekki
hefur Rh eða er það, sem kallað er Rh
Slík slys við blóðdælingar hafa hvað eftir annað viljað
til, og það er fyrst á síðustu árum sem læknar eru farnir
að átta sig á, hvernig á slíkum óhöppum stendur.
En þessi nýja þekking hefur miklu víðtækari áhrif held-
ur en þau dæmi, sem ég hef nú nefnt. Við skulum hugsa
okkur kai’l og konu, sem eiga barn saman, og er hvort af
sínum flokki. Ef konan er Rh + (þ. e. a. s. Rh-jákvæð),
en maðurinn Rh-^- (Rh-neikvæður), þá er allt í lagi og
engin hætta á, að andstæður í blóðinu komi til greina um
barneignir hjá þeim. En ef konan er Rh-f-, þ. e. a. s.
vantar Rh-eiginleikann, en maðurinn hefur hann, þá er
hætt við, að illa fari.
Ef fóstrið erfir Rh-eiginleikann frá föðurnum, en móð-
irin hefur ekki þess konar blóð, getur blóð móðurinnar
myndað mótefni á móti þessum eiginleika barnsins, þann-
ig að blóðvatn móðurinnar tortímir blóðkornum fósturs-
ins, nokkurn veginn jafnóðum og þau myndast, þannig
að barnið verður veikt í móðurlífi. Fóstrinu hættir til
að deyja eða barnið fæðist andvana. Þetta var áður þekkt-
ur sjúkdómur, sérstakur blóðsjúkdómur hjá nýfæddum
börnum, sem menn vissu ekki af hverju stafaði, og var
124
Heilbrigt lif