Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 63
Þegar batinn dróst á ianginn, gerðust einkennin áþekk
því, sem kemur fram, þegar menn verða fyrir of miklum
röntgengeislum. Fólki þessu voru gefin lifrarlyf og B-
vítamín — auk blóðgjafa. Jafnskjótt og læknar Banda-
ríkjanna komu til sögunnar, notuðu þeir og blóðvatn og
penicillín með talsverðum árangri.
Japanskir læknar töldu sennilegt, að gammageislarnir,
sem við sprengínguna brunuðu inn í líkamann, hefðu
geislamagnað fosfór beinanna og vakið þar betageisla.
En þeir mundu herja á beinmerginn, þar sem blóðkornin
verða til.
Sjúkdómseinkennin voru breytileg. T. d, misstu grá-
hærðir menn sjaldan hárið. Ýmsir karlmenn urðu ófrjóir,
en konur höfðu ekki á klæðum eða létu fóstri.
í októberlok og aftur í nóvember skar dr. Sasakí í
ígerð vegna beinbrots stúlkunnar, sem var samnefnd
honum. Ungfrú Sasaki sá, að ganglimurinn var allur mjög
bólginn og styttri orðinn en heilbrigði fóturinn, svo að
henni leizt ekki á blikuna.
Eftir nokkurn tíma var sett á laggir ný bæjarstjórn
undir forustu herstjórnar Bandamanna. Menn, sem flúið
höfðu borgina, margir hverjir sjúkir af geislaveikinni,
sem svo var nefnd, fóru nú að tínast að aftur, og voru
borgarbúar orðnir um 130.000 þ. 1. nóvember, eða þriðj-
ungur þess, sem mest var á stríðsárunum. Það var nú
handtak að ryðja rústir og stræti, koma í gang rafmagni
og strætisvögnum; það taldist til, að vatnsveitan væri lek
á 70 þús. stöðum, svo að atvinna var næg fyrir pípu-
lagningamenn.
Ráðstefna hinna færustu manna var kölluð saman til
að skipuleggja hina nýju borg. Það var ekki að ástæðu-
lausu, að Bandamenn létu fyrstu kjarnorkusprengjuna
Heilbrigt líf —• 12
177