Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 47
hún síra Kleinsorge bregða fyrir. Presturinn var á nær-
klæðunum einum, en hélt á ferðakofforti.
Einn af kaþólsku prestunum fékk djúpan skurð á gagn-
auga og spýtti þar æð, svo að leita þurfti læknis. Hús
trúboðsins féllu að miklu leyti og varð ráðskonan undir
rústunum. Enginn hugði henni líf, en síra Kleinsorge fór
að grafa upp líkið. Kom að því, að sást í koll ráðskon-
unnar og tók prestur handfylli sína í höfuðhárið til þess
að toga í hana. Þá heyrðist skrækur, því að kvenmaður-
inn var lifandi en ekki dauð og reyndist lítið meidd, þegar
að var gætt.
Spítali dr. Fujii valt í ána eins og getið var. Sjálfum
tókst honum að bjargast á land og gekk nú um borgar-
strætin á sundurtættum náttfötunum, blóðrisa og renn-
votur. Hann hitti annan lækni og tóku þeir tal saman við
brú yfir eina árkvíslina. Fjöldi slasaðra manna fór hjá
og furðaði læknana á því, að margir voru skaðbrenndir
í andliti og á höndum, þó að enn væri óvíða eldur uppi í
borginni. Nú tóku sjóðheitir vindar og eimyrja að blása
um brúna úr ýmsum áttum, og leitaði fólk því skjóls með
því að vaða út í ána.
Læknarnir gátu lítið hjálpað slösuðu fólki. Þeir stóðu
uppi allslausir og sjúkrahúsin voru komin í rúst. I borg-
inni voru 150 læknar. 65 fórust strax, en margir stór-
meiddust. Eins fór um hjúkrunarkonur. Flestar fórust eða
urðu óvinnufærar af meiðslum. í Rauða Kross spítalanum
voru 30 læknar. Dr. Sasaki var sá eini, sem slapp ómeidd-
ur. Það bagaði lækninn, að hann missti gleraugun sín, en
hann bjargaðist með gleraugu særðrar hjúkrunarkonu.
Það var fjarri því, að læknirinn gæti hjálpað öllum —
illa brenndum — enda fór fólk að þyrpast í spítalann úr
nágrenninu. Brátt varð ekki þverfótað fyrir slösuðu fólki
og vai’ð dr. Sasaki að láta sitja við að sinna þeim, sem
ella hefði blætt til ólífis.
Heilbrigt lif — 11
161