Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 98
ófrískar konur að gera sitt til að forðast veikina, og get-
ur það oft tekizt, þótt lítt hafi verið gert að því fram til
þessa, vegna þess hve veikin er a. ö. 1. meinlaus börnum
og fullorðnum.
Hjartagallar eru einhverjar algengustu vanskapanir,
sem börn fæðast með, en ávallt mjög alvarlegar og verða
öll slík börn skammlíf. Nú er talið sennilegt, að mörg, ef
ekki öll slík lýti, stafi af sótt (virus?) í móðurlífi. Þótt
engin leið sé kunn til að forðast slíka sýkingarhættu, þá
er þetta áminning til vanfærra kvenna um að gera það,
sem í þeirra valdi stendur, til þess að forðast hvers konar
sótthættu. Það gera þær bezt með því að forðast mann-
fundi, því að sýkingarmöguleikinn eykst í réttu hlutfalli
við þann mannfjölda, sem maðurinn lendir í. Barnshaf-
andi konur ættu því að sneiða hjá mannmergð, hvar sem
er, og reyna að einangra sig frá öllum farsóttum, einkum
þeim, sem stafa af virus (influenza, mislingar, rauðir
hundar, hlaupabóla, áblástur, ristill, mænusótt o. s. frv.).
FLUOR OG TENNUR.
í H. 1. hefur áður verið getið um áhrif þau, sem fluor
í drykkjarvatni getur haft á tennur og tannskemmdir.
Þar sem sýnt þótti, að hæfilegt magn af fluor í drykkjar-
vatni gæti verndað tennurnar fyrir skemmdum, var ekki
nema eðlilegt, að tilraunir væru gerðar til að bera fluor
í einhverri mynd á tennurnar sjálfar og sjá, hvort það
gæti ekki varið þær.
Árið 1938 sýndu Armstrong og Brekhus fram á, að
meira fluor er í glerungnum á heilbrigðum en skemmdum
tönnum. Þetta gat bent til þess, að nægilegt fluor væri
nauðsynlegt til þess að glerungurinn geti staðizt árásir
af sýrum og e. t. v. öðrum efnum í munnvatninu, sem
mæða á þessari fyrstu og hörðu varnarlínu.
212
Heilbrigt líf