Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 99
Með tilraunum á rottum var sýnt, að unnt var að auka
fluor í tönnum þeirra með því að láta það í drykkjar-
vatnið, og sýndu Volker og samverkamenn hans fram á,
að fluor samlagast glerungsdufti samkvæmt áður þekktu
lögmáli. Það sannaðist ennfremur, í fullu samræmi við
þessar rannsóknir, að fluor útfellist úr vatninu á gler-
unginn og sarnlagast honum, án þess að þurfa að fara
blóðleiðina og berast þá leið til tannanna.
Eftir þessar rannsóknir lá nærri að bera fluor beint
á sjálfar tennurnar. Þetta gerði Bibby með þeim árangri,
að 95 tannskemmdir komu fram í 89 börnum, sem þessa
meðferð höfðu fengið, en 135 skemmda varð vart í tönn-
um, sem ekkert hafði verið borið á hjá sömu börnum.
Cheyne gerði svipaðar tilraunir um sama leyti og komst
að þeirri niðurstöðu, að tannskemmdum fækkaði um 50%,
ef fluor væri borið á þær, og að tannskemmdir, sem
þegar væru orðnar áberandi, ágerðust minna, ef fluor
væri borið á þær.
Víðtækustu rannsóknirnar á þessu sviði hafa verið
gerðar af Knutson og Armstrong. Þeir hafa gert tilraunir
á 337 börnum, með því móti, að tennurnar í þessum
börnum, sem öll voru á 7—15 ára aldri, voru hreinsaðar
og fægðar og síðan borin 2% vatnsupplausn af natrium-
fluorid á tannkrónurnar vinstra megin í efri og neðri
kjálka, eftir að þær höfðu verið vafðar í bómull til að
verja umhverfið fyrir bruna. Síðan var þetta látið þorna
í loftinu í 4 mínútur. Börnin fengu 8—15 slíkar með-
ferðir á 8 vikum. Ári seinna höfðu 111 börn af þessum
hóp færri skemmdir í þeim tönnum, sem borið hafði verið
á, heldur en hægra megin, þar sem ekkert hafði verið
borið á tennurnar. En hjá 56 börnum bar meira á tann-
skemmdum vinsti’a megin, þar sem fluor hafði verið borið
á. Tannskemmdir voru 46% færri í þeim tönnum, sem
fengið höfðu fluor heldur en í hinum, sem ekkert höfðu
Heilbrigt líf
213