Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 105
Lungnabólgu gætti minna en árin á undan. Taksótt
fengu 346, en kveflungnabólgu 808. Árin 1911—1943 hafa
dáið að meðaltali 132,1 eða l,28%o. Nú var lungnabólgu-
dauðinn aðeins 0,54%o. Súlfalyfin segja til sín, og hefur
dánartalan þó ekki lækkað jafnmikið hér sem sums staðar
erlendis. Flestir héraðslæknarnir róma mjög hin nýju lyf.
Skarlatssótt færðist í aukana og teljast 456 sjúklingar.
„I einhverjum heimavistarskólanna á hún og því nær ætíð
vís ítök“, segir landlæknir. Veikin tók þriðjung náms-
meyja á Hallormsstað; gerði vart við sig á Laugarvatni
og í barnaskólanum á Flúðum í Hrunamannahreppi. Hér-
aðslæknarnir leitast við að koma sjúklingunum í Far-
sóttarhúsið í Reykjavík. En það fyllist fljótt; er og ger-
samlega úrelt að öllu leyti. Nýju farsóttarhúsi hefur fyrir
löngu verið ætlaður staður á lóð Landspítalans. En það er
seinagangur á opinberum framkvæmdum, þegar í hlut
eiga heilbrigðisstofnanir, sem allir landsmenn eiga þó að
njóta góðs af, þó að kirkjur og ýmislegir unglingaskólar
spretti upp sem gorkúlur.
Fýlasóttin var kveðin niður, er fuglatekja var bönnuð.
En veiki þessi er lungnabólga, sem tekur þá, er reyta fugl-
ana. Héraðsl. Vestmannaeyja segir: „Jarðabændurnir,
sem voru óánægðir yfir því að missa fýlungann, fá nú
eggin í staðinn, og eru hinir ánægðustu yfir skiptunum".
Aðrir næmir sjúkdómar.
Áratuginn 1934—1943 var fjöldi þeirra, er fengu kyn-
sjúkclóma á þessa leið:
Ár: '34 '35 '36 '37 '38 '39 ’40 '41 ’42 ’43
Lekandi: .. 576 665 632 597 648 492 402 324 246 238
Syfilis: ... 30 35 16 8 6 14 67 83 142 84
Lekandasjúklingar voru langflestir í Rvík; þar næst á
Siglufirði og í Vestm.eyjum (Tafla V). Þeir, sem fengu
Heilbrigt lif
219