Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 43
mekki og rökkurbirta komin á. Ekki hafði hann þó heyrt
brestí sem af sprengingu. —
Frú Nakamura var ekkja eftir skraddara, sem var
kvaddur í herinn og féll í árás Japana á Singapore.
Saumavélin mátti heita aleiga hjónanna. Og þegar ekki
var frekara styrks að vænta eftir lát húsbóndans, tók
konan sig til og fór að reyna sig á saumaskap á vélina
góðu, og baslaði þannig fyrir sér og þrem börnum sínum.
Rétt fyrir sprenginguna gaf hún sér tóm til að gefa
gætur nágranna sínum, sem var að byrja að rífa húsið
sitt samkvæmt boði yfirvaldanna, vegna eldvarnarbeltis,
er átti að útbúa í því borgarhverfi. Hún stóð á stofu-
gólfinu inni hjá sér, fékk allt í einu feikna ofbirtu í
augun, tókst á loft og sveif inn í næsta herbergi. Þetta
vildi til um IV2 km. þaðan, sem sprengjan féll. Hún gat
forðað sér úr rústum hússins og bjargað yngsta barninu
undan braki og grjóti. Hin voru horfin. —
Dr. M a s a k a z u F u j i i átti einkaspítala, sem stóð á
einum árbakkanum í Hiroshima. Læknirinn var snemma
á fótum þennan morgun, því að hann fylgdi þá vini sín-
um á járnbrautarstöðina. Var kominn heim aftur um
sjöleytið, snæddi morgunverð, en var svo setztur á svalir
sjúkrahússins og las morgunblaðið. Spítalinn var að
nokkru leyti byggður á staurum úti í ánni og því ein-
kennilegt hús. Fátt var nú orðið um sjúklinga vegna
loftárása, sem búizt var við sí og æ. Annars voru 30
stofur í sjúkrahúsinu. Það er rúmfrekt í Japan að taka
sjúklinga í spítala, því að jafnaðarlega fylgir einhver úr
nánustu fjölskyldu með — eldar honum mat, aðstoðar
við að baða hann og nudda, les fyrir sjúklinginn og
hefur af fyrir honum að öðru leyti og tjáir honum yfir-
leitt hluttekningu fjölskyldunnar, enda taka Japanar
nærri sér að fara af heimili sínu og verða viðskila við
Heilbrigt líf
157