Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 34
Það kveður svo rammt að ergelsi hr. H. Kr., að hann
hefur í hótunum að kaupa ekki framvegis Rauða kross
merki á öskudaginn, því að um „Heilbr. líf“ segir hann:
„Slíka útgáfustarfsemi vil ég ekki styrkja". Þegar Rauði
krossinn safnar fé, er honum sama, hvaðan gott kemur,
og yrði það vitanlega þungt áfall fyrir sjóð félagsins, ef
H. Kr. skærist úr leik og harkaði af sér að kaupa R. K-
merki af ungri, laglegri stúlku, sem býður það fram. En
það mundi ekki snerta svo mjög „Heilbr. líf“, því að sú
útgáfustarfsemi ber sig fjárhagslega án styrkja úr nokk-
urri átt, þrátt fyrir þá vankanta, sem að dómi H. Kr.
eru á þessu riti.
Um málgagn bindindismanna, gegnir öðru máli. Hið
gagnmerka blað „Eining“ er svo vel sett að njóta fjár-
styrks frá Stórstúku íslands, íþróttasambandi Islands,
Sambandi bindindisfélaga í skólum og Ungmennafélagi
Islands. Er því ekki að furða, þó að það rit sé til slíkrar
fyrirmyndar, sem raun ber vitni, því að pappírinn í „Ein-
ingunni“ er frábær — hvað sem líður því, sem á hann er
letrað.
Það er hr. P é t u r S i g u r ð s s o n, regluboði, sem ber
veg og vanda að „Einingunni“, málgagni bindindismanna.
Hann er ekki neinn einstæðingur í því starfi, því að í rit-
nefnd blaðsins eru fulltrúar frá Prestafélagi Islands,
Áfengisvarnanefnd kvenna, Alþýðusambandi íslands og
Sambandi íslenzkra barnakennara. Höfðatala stuðnings-
manna er því nóg, og renna stoðir úr ýmsum áttum undir
þetta merka blað. Hinn skeleggi foringi þessa prúða liðs,
hr. P. S., treystir sér líka vel, þó að andstæðingnum
Bakkusi hafi hingað til veitt öllu betur í þeim sviptingum.
Hr. P. S. tekur í sama streng og H. Kr. um það ógagn,
sem Heilbr. líf vinni áfengismálunum með því að leyfa
sér að láta í ljós, að bindindishreyfingunni hafi mis-
heppnazt að ráða við ofdrykkjuna.
148
Heilbrigl Uf