Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 74
vinsamlega boði ritstjóra tímaritsins „Heilbrigt líf“, uro.
um að láta álit mitt í ljósi sem hjúkrunarkona, að hve
miklu leyti möguleiki verður á, að hefja framkvæmdir
samkvæmt tryggingalögunum, með því hjúkrunarliði, sem:
ætla má, að völ verði á næstu ár. — En lög, sem einhverra
orsaka vegna geta ekki komið til framkvæmda, eru litlu
betri en svikin kosningaloforð. T. d. hafa um nokkur ár
verið til lög um Hjúkrunarkvennaskóla, og framlag til
bj'ggingar hans hefur verið á fjárlögum undanfarin ár.
En ennþá er ekki einu sinni farið að grafa fyrir grunni
hans. Hversu langur dráttur verður á að koma upp þeirri
nauðsynjastofnun, veit ég ekki, en eitt er víst, að lögin
um heilsugæzlu og lækningastöðvai', eða lagafrumvarp það
um héraðahæli, sem nú liggur fyrir Alþingi og virðist
vera nauðsynlegur viðauki heilsugæzlulaganna, verða
óframkvæmanleg, fyrr en Hjúkrunarkvennaskóíinn tekur
til starfa, námslið verði a. m. k. þrefaldað og framhalds-
námi í heilsuvernd komið á hér á landi.
Þann 1. janúar 1947 voru 237 lærðar íslenzkar hjúkr-
unarkonur. Af þessum hóp voru 84 giftar og hættar að
sinna hjúkrunarstörfum. 115 voru starfandi við sjúkra-
hús og heilsuvernd víðs vegar urn landið. Hinar. sem eftir
eru, voru ýmist frá störfum vegna veikinda eða við fram-
haldsnám og hjúkrunarstörf erlendis. Um 20 erlendar
hjúkrunarkonur starfa nú að staðaldri hér, svo að við
störf eru þá um 135. Hin nýju heilsugæzlulög gera ráð
fyrir 14 heilsuverndarstöðvum að Reykjavík með talinni.
Ef héraðshælalögin ganga í gildi, má varlá gera ráð
fyrir, að sameining læknahéraðanna í þessum efnum geti
orðið meiri en svo, að ekki verði þörf a. m. k. 20 héraðs-
hæla. Alls staðar, þar sem spítalar væru ekki íyrir, yrði
heilsuverndarstöðin sameinuð héraðshælinu. Héraðshæli
eða lækningastöðvar fyrir ca. 12 sjúklinga, þar sem hægt
188 /7eilbrioi líf