Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 26
legur tími handa barninu. Þetta er vitanlega athug-
andi.
Það er líklegt, að röskir krakkar nái vel ofan af brjósta-
mjólkinni á 10 mín., án þess að sá tími nægi til þess að
hreyta brjóstin. En vafalaust er þetta æði misjafnt. -—
íslenzkir héraðslæknar geta þess t. d. í skýrslum sínum,
að mæðurnar gefi sér vart tíma til þess að hafa börn á
brjósti vegna annríkis. En hætt er við, að þær sömu
mæður ætli sér ekki langan tíma til að hirða pelana.
Mundi heilbrigðisstjórnin ekki vilja kynna sér, hvenlig
ástatt er í þessum efnum hér á landi? Barnsfæðingar eru
ekki það margar, að Ijósmæður gætu væntanlega kynnt
sér fyrirhafnarlítið, hve lengi börn voru á brjósti á því
ári, sem nú er að líða. í stærstu kaupstöðum eru heilsu-
verndarhjúkrunarkonur farnar að hafa eftirlit með öll-
um ungbörnum, svo að auðvelt mundi að fá skýrslur úr
þeirri átt. Og vandalítið væri að athuga, hvort móðirin
selur barninu nóg á 10 mín., með því að vega hvítvoðung-
inn á grammavog áður en hann fer að sjúga, og aftur
eftir 10 eða 20 mínútur.
Próf. Júlíus Sigur j ónsson birti mjög fróðlega
skýrslu um ungbarnadauða á Islandi í Heilbr. Lífi 1946.
Hann getur þess, að árlegar skýrslur um ungbarnadauð-
ann séu til frá árinu 1838 og óslitið úr því. Barnadauðinn
hér á landi var óskaplega mikill áður fyrr. Á áratugun-
um 1841—50 var ungbarnadauðinn t. d. að meðaltali
343%0, en komst eitt árið upp í 654%0! Samkvæmt síðustu
skýrslum frá árinu 1943 var hann 30.3%o. Og samt halda
heilsutrúboðarnir, er kenna sig við „náttúrulækningar",
því fram, að sífelld „hrörnun“ eigi sér stað í heilsufari
íslendinga. í Evrópu eru það vart önnur lönd en Holland
og Noregur, þar sem ungbarnadauði er minni en á ís-
landi. En heimsmetið hefur Nýja-Sjáland.
140
Heilbrigt lif