Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 134
óþreyju af viðtakendum, enda teJja margir, að þeir hefðu soltið
heilu hungri, ef sendingarnar hefðu brugðizt.
Þessar sendingar liafa að mestu verið greiddar af fé því, sem
getið var um í síðustu skýrslu, og safnað var á því starfsári
í þessu skyni.
Fáeinir aðstandendur hafa þó greitt fyrir höggla vanda-
manna sinna.
Gjafabögglasendingar til Mið-Evrópu:
1 okt. s. 1. ákvað R.K.Í. að talca að sér að annast sendingar
á matar- og fatabögglum til annara en íslendinga í ófriðarlönd-
unum. Höfðu einstaklingar áður starfað nokkuð að þessum mál-
um og sent allmikið af gjafabögglum til Þýzkalands, en fóru
þess síðan á leit við R.K.Í., að hann tæki að sér starfsemina.
Upphaflega var gert ráð fyrir, að bögglarnir yrðu sendir
mánaðarlega, og fór fyrsta sendingin héðan í nóvemher með
e/s Reykjafossi beint til Hamborgar.
Eftir það var ekki um neinar beinar ferðir að ræða, er hent-
ugar eða öruggar þætti, þar til í fyrra hluta aprílmánaðar.
í ráði hafði verið, að sumar þessara sendinga færu um
Gautaborg, en þangað féll engin ferð langa hríð vegna ísalaga,
fyrr en nokkru áður en seinni sendingin fór héðan í þessum
mánuði beint til Þýzkalands. Var þá ekki endanlega ákveðið
um þessa ferð til Gautaborgar fyrr en skipið var komið til
Norðurlandsins, og því ekki að ræða um farm héðan.
Hins vegar fóru skip ■—■ tvisvar eða þrisvar sinnum — til
Hollands á þessu tímabili, en Árni Siemsen, umboðsmaður
R.K.Í. í Þýzkalandi, latti mjög að senda þá leið, og taldi það
jafnvel óráðlegt, vegna geymslu- og flutningsvandræða. Var því
horfið frá því ráði.
Mjög mikil vandkvæði eru á flutningi þessara sendinga á
meginlandinu. Hætta á þjófnaði og ránum er svo mikil, að tæp-
ast er hægt að verja vörurnar í húsum inni, og varð ekki komizt
hjá nokkru tjóni, þó vopnaðir menn væru látnir fylgja flutn-
ingalestunum.
Má fullyrða, að mjög mikið gagn hafi orðið af þessari starf-
seini, enda mun henni verða haldið áfram og aukið á alla varúð
og aðgæzlu, að fenginni reynslu.
Alls hafa nú verið sendir um 3 þúsund gjafabögglar til Mið-
248 Heilbrigt líf