Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 29
Vitanlega eru þessar hugleiðingar mjög einhliða niat
á starfsemi elliheimilanna, því að mikill fjöldi gamal-
menna þurfa reglulegrar sjúkrahjúkrunar við, vegna elli-
hrumleika, og er slíks óvíða kostur í heimahúsum. En þær
deildir elliheimilanna eru í raun og veru spítalar fyrir
langvinna ellisjúkdóma, enda er manndauðinn þar mikill.
Erlendis er fengin margra ára reynsla um elliheimili,
enda er orðið mikið um þau. í tímaritinu ,,Menneske og
Miljö“, nóv.-des. ’46, sem ritað er ax norrænum höfund-
um, er þess t. d. getið (dir. Orla Jensen), að Danir eigi
fjölda elliheimila, sem rúma um 13 000 vistmenn. En á
ellilaunum eru alls uni 220 000 manns, svo að þessar
stofnanir veita einkurn viðtöku sérlega lasburða gömlu
fólki. Yfirleitt mun stefnan á Norðurlöndum í þá átt, að
byggja ekki stór elliheimili, en hafa þau smærri, og reyna
eftir megni að láta gamalmenni fá herbergi út af fyrir
sig og leyfa þeim að flytja með sér eigin húsmuni.
Vitanlega eru elliheimili ómissandi, einkum fyrir þá,
sem eru hrumir orðnir og komnir að fóturn fram af elli
og kölkun. En agnúarnir eru ýmislegir, þó að frakkneski
maðurinn, sem vitnað var í, lýsi þeim með fullsvörtum
litum. Það er bent á það af ýmsum, að umhverfi vist-
manna á stórum stofnunum sé fjarri því að vera upp-
lífgandi, enda er þetta fólk einatt um áttrætt og ævidagar
margra brátt uppi. Það þykja neyðarkostir, að hver maður
— eða hjón — hafi ekki sérherbergi og dót sitt í kring-
um sig.
En hvernig er þá hægt að hjálpa gamla fólkinu með
öðru rnóti? Á Norðurlöndum, a. m. k. í Svíþjóð og Dan-
mörku, hafa bæjarfélögin — með ríkisstyrk — byggt tals-
vert húsnæði, sem ætlað er gamalmennum, er ekki þarfn-
ast hælisvistar. 1 Danmörku hafa verið bvggðar um
10 000 slíkar íbúðir (Aldersrentemodtagerboliger), og er
Heilbrigt líf
143