Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 50
andlitið í eldinum, reyndu að lyfta höfði og hneigja það
ofurlítið í þakklætis skyni fyrir vantsdrykk, rétt áður en
þeir gáfu upp öndina.
Síra Tanimoto svipaðist um eftir bát til þess að reyna
að koma fólki undan og ferja það vfir ána. Hann kom
auga á fleytu á árbakkanum og bogruðu -5 naktir, skað-
brenndir menn yfir hana eins og þeir væru að reyna að
ýta bátnum á flot. Þegar presturinn kom að þeim, sá
hann, að allir mennirnir voru steindauðir, en stirðnaðir
í svona stellingum.
Þegar leið á daginn, barst eldurinn í trjágarðinn. Mann-
fjöldinn á árbakkanum, sem leitaði á, varð þá svo mikill,
að ekki hafðist undan að ferja, en nokkrir hröktust þá út
í fljótið og drukknuðu.
Það fór að rigna og heyrðist til óvina-flugvéla. Almenn-
ingur truði því, að Ameríkumenn væru að clreifa bensíni
yfir; þess vegna væri eldsvoðinn svo hroðalegur. Vitan-
lega rigndi vatni, en ekki bensíni. Nú varð hvirfilbylur.
Tré slitnuðu upp með rótum, en bárujárn, lausar hurðir,
pappírsrusl og gólfmottur þyrlaðist um allt. Árvatnið sog-
aðist upp í hringiðuna.
Stórviðrið stóð reyndar stutt. Síðari hluta dags mátti
fara um göturnar á ný, og var þar ófagurt umhorfs. Þar
sem verið hafði iðandi borgarlíf um morguninn, var nú
ekki annað að sjá en brunarústir og mannlegar hörm-
ungar meiri en orð fá lýst.
ÝMISLEG ATVIK.
Þegar leið undir rökkur, varð vart við snekkju úr
japanska flotanum, sem fór um kvíslar fljótsins. Sjóliðs-
foringi stóð á þilfari og kallaði til mannfjöldans, sem
hafðist við á árbökkunum og sandrifum í ánni, að von
164
Heilbrigt líf