Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 27
Nákvæm rannsókn kynni að leiða í ljós, að mörg börn
á 1. ári fái ekki notið móðurmjólkurinnar lengi fram eftir
1. árinu. Og ef umbætur fengjust á því sviði, kynni það
að geta orðið til þess að draga enn meir úr ungbarna-
dauðanum en orðið er.
íbúðir banda Það er að ýmsu leyti erfitt að verða
follu’ gamall, þegar kraftarnir fara að bila,
og ekki er hægt að stunda starf sitt eða
sjá sér farborða nema með tilstyrk annarra. Ellilaun eru
góð hjálp, séu þau ekki um of skorin við nögl. Og ýmsir
hafa önglað saman fjárupphæðum, er þeir geta stuðzt
við að auki.
En það er ekki allt fengið með peningunum. Aldrað
fólk þarf að hafa íbúðir við sitt hæfi og þær mega ekki
vera dýrar. Það þarf að elda, þvo og sinna þjónustubrögð-
um, en hjálp til þess er lítt fáanleg og þá ekki við skap-
legu verði.
Lausn nútímans á þessum vandamálum þeirra, sem
segja má að séu búnir að Ijúka ævistarfinu, hefur á fyrir-
farandi áratugum aðallega verið að koma þeim fyrir á
elliheimilum. Stundum eru það stórar stofnanir, og er
gamla fólkinu smalað þar saman. Oft þarf óskylt fólk að
vera í sömu stofunni, og á þá misjafnlega skap saman,
enda er nokkur hæfa í því, að svo ergist hver sem hann
eldist.
Ekki er það að efa, að elliheimilin eru mörgum kær-
koininn griðastaður. En vistmenn, margir hverjir, eink-
um þeir, sem eru ernir og á faraldsfæti, lifa þó ekki
venjulegu heimilislífi. Þeir eru bara eitt „númer“ í hópi
manna, sem þarna hafast við. Nokkuð kann þetta að hafa
misjöfn áhrif eftir upplagi og þjóðerni. Það er t. d. lítt
hugsanlegt, að svo fjölskylduræknir menn sem Kínverjar
Heilbrigt líf
141