Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 59
foúða, en það vai' hlúð að beinbrotinu eftir föngum. —
Það mátti heita, að læknirinn legði nótt við dag til þess
að sinna sjúklingunum, enda hafði hann létzt um 20
pund, og var hann þó áður smávaxinn og holdgrannur.
Auk venjulegra einkenna, samfara blóðeitrun í bein-
broti, fór nú að bera á smáum marblettum (petechiæ)
hér og hvar um hörund stúlkunnar. Þessa varð nú vart á
mörgum sem eftirköst af kjarnorkuspjöllunum, að sínu
leyti sem hárlos og magnleysi.
Það átti ekki úr að aka fyrir veslings fólkinu í Hiros-
hima, því að í byrjun septembermánaðar fór að rigna
óvenju mikið, með vatnavöxtum í Ota-fljótinu, sem kvísl-
ast um borgina. Þ. 17. sept. varð skýfall með steypiregni,
en hvirfilbylur í ofanálag. Fljótið flæddi yfir bakka sína
og gerði stórkostlegan usla á mannvirkjum, sem sprengj-
an hafði ekki unnið á; gróf m. a. undan brúm og bygg-
ingum, sem steyptust um.
Miklum óhug sló á borgarbúa vegna þess, hve margir
fóru fyrst að veikjast, þegar liðið var allt að mánuði frá
sprengingunni. Sá orðrómur lagðist á, að eitur úr sprengj-
unni mundi geisla frá sér drepandi eim næstu 7 árin.
Fjandskapur í garð Bandaríkjamanna magnaðist því um
allan helming.
Um miðjan ágústmánuð, skömmu eftir að Truman
forseti birti skýrslu um kjarnorkusprengjuna, komu jap-
anskir vísindamenn á vettvang til þess að ganga úr
skugga um, hvort borgarbúum væri ennþá hætt vegna
geisla frá sprengjunni. Eðlisfræðingarnir gerðu ýmsar
mæiingar, og ályktuðu, að geislamagnið væri ekki það
mikið, að mönnum stafaði hætta af. Vísindamennirnir
urðu varir við, að blossinn af sprengjunni hafði rauðlitað
granitfleti og sviðið ýmislegt annað byggingarefni.
Mikla furðu vöktu veggmyndir, þar sem skugga bar á
við sprenginguna, einkum miðsvæðis; en þar gætti áhrif-
Heilbrigl líf
178