Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 67
í vist til einhvers úr ameríska setuliðinu eða reyna að
fá Ián hjá venzlafólkinu sínu til þess að kosta viðgerð á
saumavél sinni og taka aftur til við saumaskapinn. En
vélin hafði fundizt kolryðguð í rústunum, og mátti hún
heita aleiga hennar.
Meþódistapresturinn síra Tanimoto tjaldaði yfir húsa-
rústir sínar og hafði þar bænasamkomur. Hann fann sárt
til fátæktar sinnar, og leit öfundaraugum til þeirra
baþólsku, sem höfðu nóg fé handa á milli.
Kaþólska trúboðið — „söfnuður Jesú“ — keypti 3
bragga af þeirri gerð, sem bæjarstjórnin hafði á boðstól-
um. Tveir voru skeyttir saman og gerðir að kirkju, en
þriðji bragginn var notaður sem matstofa.
Síra Kleinsorge dró að sér byggingarefni og réð til sín
smiði til þess að reisa á ný þriggja hæða trúboðshús.
Þeir söguðu og hefluðu, tálguðu trénagla og undirbjuggu
til geirneglinga, þannig að þegar allt var til reiðu, reistu
þeir húsið og komu því saman á þrem dögum, án þess að
í því væri nokkur járnnagli. Presturinn var sífellt á stjái,
leit eftir öllu og reyndi því á sig meir en góðu hófi gegndi.
í ágústmánuði, ári eftir áfallið mikla, var hann búinn
að ofreyna sig svo, að hann þurfti að leggjast á ný í
kaþólska spítalann í Tokío vegna afleiðinga af geisla-
veikinni. Annars var varað við því í japönskum blöðum,
að menn, sem urðu fyrir sprengingunni, mættu ofreyna
sig. —
Síra Kleinsorge vandi komur sínar til ungfrú Sasaki,
sem hallaðist nú að kaþólskri trú. Um vorið tóku sár
hennar að gróa, og í apríllok fór hún af sjúkrahúsinu.
En h'ðanin var hvergi nærri góð. Piltur, er hún taldi
unnusta sinn, kom aldrei. Það var dapurt að sitja dag-
langt við gluggann og horfa yfir borg í rústum, þar sem
föreldrar hennar og bróðir létu lífið. Hún bjóst ekki við
Heilbrigl líf
181