Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 11
lcallað erythroblastosis foetalis. En nú er orsökin fyllilega
upplýst, því að blóð móðurinnar myndar mótefni, sem er
banvænt blóðkornum fóstursins.
Venjulega eru þessar andstæður þó þannig, þar sem
svona háttar til, að maðurinn er Rh +, en konan Rh
að slík hjón geta átt eitt lifandi barn saman. Ef Rh-trufl-
unin gerir vart við sig, geta hjónin átt tvö börn, en sjald-
an fleiri. Úr því að konan hefur átt eitt eða tvö börn, fer
allajafna að bera á móteiginleikum hennar gagnvart blóð-
kornum fóstursins, og annaðhvort deyr fóstrið þá í móður-
lífi, eða barnið fæðist andvana. Stundum fæðist það lif-
andi, fölt og með gulu. En síðan fer oftast svo, að konan
getur ekki eignazt fleiri lifandi börn með manni sínum.
Sennilega er útskýringin á þessu sú, að mótefnin gegn
blóði fóstursins taka fyrst að myndast eftir að konan
hefur átt fyrsta barnið, því að við fæðinguna rifnar
mikið af æðum í leginu, og blóðkorn fóstursins geta þá
komizt inn í blóðrás móðurinnar. Þó er mögulegt, að blóð-
korn fóstursins geti komizt inn í blóðrás móðurinnar um
meðgöngutímann, en það mun vera sjaldgæfara. Senni-
lega er skýringin á því, að konan getur oftast nær átt eitt
eða tvö börn einmitt sú, að hún verður ekki viðkvæm fyrir
blóðkornum barnsins fyrr en í fæðingunni eða eftir hana,
og þá fer hún upp frá því að mynda mótefni á móti Rh-
eiginleikanum. Þegar hún svo gengur með næsta barn og
er orðin viðkvæm fyrir Rh-eiginleikanum, tekur hún til
að mynda mótefni á móti blóðkornunum, og þá er ávallt
hætt við að fóstrið deyi.
Nú er ein hætta enn í sambandi við þetta: Kona, sem
hefúr átt barn og sjálf er Rh -s- en maðurinn Rh +, er
iðulega meira og minna veikluð eftir barnsburðinn, og
getur þá þurft að dæla í hana blóði. Liggur þá venjulega
næst að taka blóð úr manninum, og við vanalega blóð-
flokkarannsókn virðist það óhætt; en undir slíkum kring-
Heilbrigt líf
125