Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 12
umstæðum er það samt stórhættulegt. Ef konan er orðin
viðkvæm fyrir Rh-blóði, og myndar mikið mótefni á móti
því, og síðan er dælt í hana Rh-blóði, þá eyðileggjast Rh-
blóðkornin jafnskjótt í blóði hennar; hún verður fárveik
af því og getur dáið. Þetta er hætta, sem ætíð ber að hafa
í huga, ef dæla þarf blóði í konu vegna blóðmissis eftir
barnsburð; og á afskekktum stöðum, þar sem ekki er unnt
að gera Rh-rannsóknir, ættu menn að hafa það fyrir fast-
an sið, að dæla aldrei blóði úr eiginmanni í konu hans
eftir fæðingu, án undangenginnar sérstakrar Rh-rann-
sóknar.
En nú hafa læknar stundum séð, að kona, sem er Rh -l-
og giftist manni, sem er Rh +, getur ekki einu sinni
eignazt eitt lifandi barn með honum. í slíkum tilfellum
hafa menn fundið, að konan hefur þá verið orðin viðkvæm
fyrir Rh-blóðkornum áður en hún giftist manninum, og
þarf ekki annað til heldur en að í konuna hafi verið dælt
Rh-blóði. Ef hún einu sinni er orðin viðkvæm fyrir Rh-
blóðkornum, heldur hún, þegar fóstrið tekur til að vaxa,
áfram að mynda mótefni á móti Rh-blóðkornum og það
kemur niður á fóstrinu. Það getur því verið varasamt að
dæla blóði í konu, sem er Rh ~, jafnvel þótt það kunni
að vera lífsnauðsynlegt. Síðarmeir getur það reynzt
hættulegt, sérstaklega vegna fóstursins, ef ekki er tekið
tillit til Rh-eiginleikans. Og menn hafa meira að segja
séð, að kona, sem ekki hefur orðið fyrir annarri blóð-
dælingu, en þeirri, sem oft hefur verið gerð til þess að
verja menn fyrir mislingum, getur gert konuna viðkvæma
fyrir Rh-blóðkornum. En hins vegar er hættulaust að
dæla í slíkar konur blóði, ef engin blóðkorn eru í blóðinu.
Það er þess vegna óhætt að dæla serum eða plasma, þ. e.
a. s. blóðvatninu sjálfu, án þess að blóðkornin séu með,
því að slík dæling getur aldrei gert konuna viðkvæma
fyrir blóðkornunum.
126
Heilbrigt lif