Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 42
BLOSSINN MIKLI.
Kjarnorkusprengjan sprakk yfir Hiroshima í Japan að
morgni dags, kl. 8.15, þann 6. ágúst 1945. Það telst svo
til, að 100.000 manns hafi þá látið lífið í einni svipan.
Nokkrir þeirra, sem komust af, hafa sögu að segja af
því, er þá gerðist.
Einn þeirra var séra Tanimoto, meþódistaprestur,
sem var kominn á kreik árla morguns. Hann segir, að
flugmenn Bandaríkjamanna hafi þá um skeið vanið kom-
ur sínar á þær slóðir. Þeir höfðu stefnumót sprengjuvéla
sinna á strandlengjunni í námunda við Hiroshima, en
dreifðu sér svo þaðan til árása í ýmsar áttir. Þetta þótti
einkennilegt, og voru Japanar farnir að geta sér til, að
eitthvað sérstakt mundi í bígerð viðkomandi borginni.
Síra Tanimoto var til vonar og vara búinn að flytja ýmsa
muni úr kirkjunni í úthverfi borgarinnar, til kunningja
síns. Prestur þessi hafði stundað nám í Bandaríkjunum,
var í vinfengi við Ameríkumenn og því ekki laust við, að
sumir landar hans hefðu ímugust á honum.
Borgin Hiroshima er aðallega byggð á sex óshólmum
við mynni Ota-fljótsins. Borgarbúar voru 380.000, en
vegna brottflutnings hafði þeim fækkað um þriðjung.
Flest hús voru byggð úr timbri, með þakhellum úr tígul-
steini.
Þennan morgun var síra Tanimoto staddur utarlega í
borginni, um 3 km. þaðan, sem kjarnorkusprengjuna bar
að, og var að hjálpa kunningja sínum að flytja ýmsa hús-
muni þangað, sem öruggt þótti. Allt í einu kom óskaplega
björt elding eða blossi, er greip þá skelfingu. Prestur
fleygði sér á grúfu í klettaskoru í garðinum. Ofan á hann
féll spýtnarusl og brot úr þakhellum. Þegar hann leit
upp, sá hann, að húsið var hrunið, allt var hulið ryk-
156
Heilbrigt lif