Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 78
heilsuverndarstörf. Sem dæmi um þetta skaðlega skiln-
ingsleysi, má geta þess, að ekki alls fyrir löngu var veitt
hér mjög þýðingarmikil heilsuverndarstaða hjúkrunar-
konu, sem eingöngu hafði starfað í spítölum, og var þetta
óátalið af lækni stofnunarinnar, og það enda þótt tvær
aðrar hjúkrunarkonur, báðar með sérmenntun og langa
starfsreynslu í heilsuvernd, sæktu um stöðuna jafnhliða.
Myndi læknastéttin sætta sig við, að læknir með sérmennt-
un í geðveiki, seildist inn á svið skurðlækninganna, sækti
um og fengi veitingu fyrir deild, sem eingöngu annaðist
skurðaðgerðir? Þetta atvik er ekki beinlínis til uppörvun-
ar hjúkrunarkonum, sem hafa hug á að leggja tíma og fé
í heilsuverndarnám erlendis, og er nefnt hér, til þess að
sýna fram á, hversu nauðsynlegt er, að vera á verði við
veitingar mikilvægra staða í sambandi við heilsugæzlu-
lögin. Væri æskilegast, að engar stöður yrðu veittar, nema
í samráði við nefnd eða yfirráð, sem hefði umsjón með
framkvæmdum heilsugæzlunnar, en þar ætti sæti auk
lækna, fulltrúi frá Fél. íslenzkra hjúkrunarkvenna. Skóla-
nefndir, hreppsnefndir og jafnvel bæjarstjórnir hafa eðlí-
lega sjaldnast skilyrði til þess að velja heilsugæzlustarfs-
fólk upp á eigið eindæmi, enda ríkir í þeim efnum oft hin
hatramasta hreppapólitík.
í sambandi við heilsugæzlulögin hef ég aðeins nefnt
hjúkrunarkonurnar, og eru áætlanir mínar í þessum efn-
um aðeins lauslegar, enda engar ályktanir um málin
komnar fram ennþá. Engin í’eynsla er fengin fyrir slíkú
starfi, sem í ráði er að framkvæma á svo víðtækum grund-
velli hér á landi. En þar sem heilsuvernd hefur verið
framkvæmd, þótt í smáum- stíl sé, eins og t. d. hér í
Reykjavík, hefur hún borið mikilvægan árangur.
Ég geri ráð fyrir, að læknarnir eigi við mjög áþekka
örðugleika að stríða og það muni taka þá, ekki síður en
hjúkrunarkonurnar, nokkur ár að manna heilsugæzluna.
192
Heilbrigt líf