Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 84
kynja eða illkynja. Viðnámsþróttur manna gegn þeim er
mjög misjafn. Er stundum mjög úr honum dregið og
valda því ýmis veikindi (sykursýki), tilfinningarleysi í
húð (mænusjúkdómar), svo menn varast ekki áverka og
hljóta margar skrámur.
Útbreiösla og gangur veikinnar:
Fingurmein geta verið hvar í fingri, sem vera skal,
ýmist grunnt eða djúpt í honum. Þeir, sem handleika
sköft, aðgerðarhnífa, skóflur og önnur slík áhöld, eink-
um þó þeir, sem því eru óvanir, fá tíðum blöðrur í lófana.
Þær opnast og sýklar komast inn. Sigg getur myndazt og
holdið merst oft undan því. Igerðarsýklar eða aðrir sýklar
komast inn í húðþekjuna, sem bólgnar upp, lyftist frá og
kemur blaðra með graftrai'vilsu. Eiturefni sýklanna valda
þessu. Kalla margir þetta „hundshland", en sjómenn hafa
þó sérnafn á þessu. í sláturtíð á haustin ber víða á því,
sem hér í Eyjum nefnist heimakomubróðir (erysipeloid)
upp úr stungum eða sárum, sem hráæti kemst í. Það er
rauð bólga, sem breiðist ört upp eftir fingrum að hnú-
um, samfara hita, kláða og verk í fingri. Gerir þetta menn
handlama í bili. Bera má joðáburð á fingurna, ef hann er
við hendina, en leita annars læknis, sé þess kostur.
Undir leðurhúðinni tekur við fitulag og tengivefur, og
þar eru fingurmein algengust. Holdið þrútnar oft fljótt,
sýklunum fjölgar, eiturefni ágerast. 1 tengivef og fituvef
er leiðin oft greið og miklu fremur inn á við en út undir
skinnið, því það er seigt og veitir viðnám. Aðalatriðið er,
að bólgan stöðvist hér, haldi ekki dýpra, í sinaslíður,
liðamót eða bein; þar eru fingurmeinin djúp og oft mjög
illkynjuð. Vísindi nútímans hafa þó bætt mjög úr skák
með nýjum ágætum lyfjum.
f byrjun, meðan bólgan er að stöðvast, má hafa heita
bakstra, þurrundna með vaxdúk utan yfir, en þó ekki svo
198
Heilbrigt líf