Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 49
hjálp, en sem Japani fyrirvarð hann sig að vera sjálfur
ósár, og bað ýmsa slasaða menn að fyrirgefa sér, að hann
hefði ekki sömu raun að bera og þeir. Af hreinni tilviljun
hitti hann loks konu sína, sem hafði bjargazt undan rúst-
um með litlu barni þeirra. Hann reyndi að vökva sár-
þyrstu brenndu fólki á vatnsdrykk, en það voru engin
tök á að sinna nema einstaka manni af öllum þeim grúa,
sem bað um hjálp. —
Þess var getið, að dr. Fujii, ásamt fleira fólki, leitaði
út í ána undan hitanum og eimyrjunni. Vegna vaxandi
hvassviðris var þeim þó ekki lengi vært undir brúnni,
þar sem þeir héldu sig fyrst. Læknirinn hitti nú þær 2
hjúkrunarkonur, er komust lífs af úr sjúkrahúsinu. Hann
var illa meiddur á öxlinni, en vel rólfær og komst undir
kvöld á heimili sitt. Þar var bágt umhorfs: Húsþakið
fallið og allar rúður í mél. Húsið var 7% km. þaðan, sem
sprengjan sprakk.
Fjöldi fólks flýði í Asano-garðinn, sem var það af-
skekktur, að trjágróðurinn var óskaddaður. — Annars
brunnu eða sviðnuðu tré alls staðar í borginni. Þarna
voru m. a. kaþólsku prestarnir og frú Nakamura, skradd-
araekkjan, með börn sín. Fólk var mjög þyrst, drakk úr
fljótinu, en seldi þá strax upp og kúgaðist í sífellu á eftir.
Því var almennt trúað, að amerískir flugmenn hefðu
spúið eiturlofti yfir borgina, enda var fjöldi manns, sem
leið út af og dó án nokkurra sýnilegra áverka. — Þarna
bar síra Tanimoto að. Hann hafði náð í skál eða ausu
og var að bera þyrstu fólki að drekka. Það lá stundum
við, að hann villtist á lifandi mönnum og dauðmn .Flestir
báru þjánir.gar sínar grafkyrrir, með opin augu. Síra
Kleinsorge ber það, að enginn hafi kveinað eða tárfellt.
Það heyrðist jafnvel ekki barnsgrátur. Fólkið lá æðru-
laust og steinþegjandi, þangað til það gaf upp öndina.
Jafnvel aumingjar, sem heita mátti, að misst hefðu af sér
Heilbrigt líf
163