Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 57
EFTIRKÖST.
Tæpiim tveim vikum eftir sprenginguna miklu fór síra
Kleinsorge fótgangandi úr klaustrinu inn í miðbæinn.
Hann var í bankaerindum og hélt á ferðakoffortinu sínu,
er honum var nær að líta á sem e. k. verndargrip. Hann
hafði skilið það eftir undir skrifborðinu sínu, sem fór í
smásprek við sprenginguna, en handkoffortið, þó úr pappa
væri, sakaði ekki. Það hafði að vísu færzt langt úr stað,
en fannst í anddyrinu, standandi upprétt og með öllu
óskaddað.
Á leiðinni inn í borgina fór presturinn um sviðna jörð,
ótótlega brúna á litinn, sem náði yfir 4 fermílur. Víða
var allt lauf sviðnað af trjánum, en símastaurar höfðu
snarazt um. Af hvelfingu yfir safnbyggingu einni var
ekki annað eftir en stálgrindin ein. Hús voru flest í
rústum. Þeir, sem af komust, höfðu hér og þar stungið
áletruðum spjöldum í haugana til þess að gera vanda-
mönnum viðvart. Á einu þeirra stóð t. d.: „Við erum
heil á húfi og höldum til í Toyosaka“. — Víðast hvar
lágu um strætin beygluð reiðhjól og ræflar af strætis-
vögnum og bifreiðum, sem bersýnilega höfðu henzt um
koll, þegar kjaniorkusprengjan reið yfir borgina, og svo
brunnið.
Síra Kleinsorge erindaði í bankanum það, sem honum
var falið. Það hafði verið hrófað upp timburkompu í
Yokohama-bankanum til afgreiðslu. Presturinn lagði inn
fé í bók klaustursins. Á heimleiðinni fór síra Kleinsorge
að verða ómótt, átti fullt í fangi með að hafa sig heim
og gugnaði við bænagerð, sem honum var falin. Ábótinn
hugði nú að skrámum þeirn, er síra Kleinsorge fékk á sig
við sprenginguna, og varð þess þá var, að sárin voru nú
þrútin og meiri um sig en áður.
En það voru fleiri, sem fóru að verða varir við eftir-
Heilbrigt lif 171