Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 38
lendingar mættu helzt borða til þess að fá fylli sína af hé.r
fáanlegum mat, þegar frá er tekið kjöt, fiskur og egg.
Hinu hefur veðurfræðingur heilsutrúboðanna lýst, að eng-
inn haldi heilsu nema hann fari nokkrum sinnum á dag
á seturnar, enda gefið fjálglegar leiðbeiningar um van-
húsaferðir, svo að nú ætti aimennmgur að kunna að
hægja sér.
Nýmjólk er ekki bannvara hr. W., þó að nóg sé af
bakteríum í sölumjólk höfuðstaðarins. Líklega álítur hann
þær meinlausar — hvers vegna er ekki gott að segja. En
a. m. k. heimtaði hr. W. ekki, að menn skyldu bíta í lauk
með mjólkinni.
Are Waerland hefur fengið ríkisútvarpið í lið
með sér til þess að boða trú sína. Hann flutti þar erindi
í júlímánuði s. 1., og gat útvarpsþulurinn þess, hr. W. til
vegsemdar, að hann hefði numið íslenzku á mjög skömm-
um tíma.
Eæðumaður lýsti sér og norrænum skoðanabræðrum
sínum sem sólvíkingum og sæmdi íslenzka náttúrulækn-
ingamenn þeirri glæsilegu nafnbót. Vafalaust bera þeir
víkingsnafnið með rentu, enda þóttu þeir æði vígamann-
legir við matborðin, er þeir ferðuðust um landið í sumar
með höfðingja sínum.
1 útvarpserindi sínu varaði Are Waerland fslendinga
við að nota salt í mat og taldi, að krabbamein og gigt
mundi af því hljótast. Ekki ómakaði sólvíkingurinn sig
til að færa hin minnstu rök fyrir þessari staðhæfingu.
Ríkisútvarpið hefur ekki heldur séð ástæðu til þess að
fara þess á leit við frægan, útlendan ,,heilsufræðing“, að
hann færði orðum sínum stað. Væntanlega geta þó menn
í útvarpsráði rifjað upp fyrir sér einhverja kunningja,
sem hvorki eru haldnir krabbameini né gigt, þó að þeir
Jeyfi sér að borða saltkjöt eða saltfisk, og þó að húsmóð-
irin leyfi sér að nota salt við matreiðslu.
152 Heilbrigt líf