Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 93
í Ameríku er talsvert um þessar aðgerðir, en minna
eru þær iðkaðar annars staðar. Sænskir læknar hafa
þetta og um hönd, þótt ekki sé það algengt. f Danmörku
hafa á síðari árum farið fram ýtarlegar vísindalegar
rannsóknir á ófrjóum eiginmönnum og stundum er fram-
kvæmd skurðaðgerð á sáðrásum karlmannsins. Sæðing
er svo mikið trúnaðarmál milli lækna og hjóna, sem til
þeirra leita í þessu skyni, að hæpið verður, að skýrslur
f'áist um, hve aðgerðin er algeng.
Það á sér stað, að eiginmenn af úrkynjaðri, geðveikri
ætt æski sæðingar á konu sinni af ótta við, að geðbilun
kunni að erfast. Líka vill það til, að ógift kona, sem óskar
að eignast barn, án þess að ganga í hjónaband, leitar til
læknis í þessu skyni.
Heilbrigðism ái Indiands
Það eru vart sagðar svo erlendar útvarpsfréttir, að
ekki sé getið ástandsins í Indlandi og þá einkum erfið-
leika þeirra, sem stafa af stjórnarfari landsins og trúar-
bragðadeilum, sem eru mikill þáttur í þjóðlífi Indverja.
Um heilbrigðismálin eru minni tíðindi og dettur ritstj.
því í hug að segj a nokkuð frá þeim, skv. því, sem sænskum
lækni, er dvalizt hefur langdvölum í landinu, segist frá.
Á síðast liðnu sumri kom sænskur kvenlæknir, dr.
Helena Eriksson, heim til Svíþjóðar eftir 10 ára
dvöl í Indlandi, þar sem sænskt trúboðsfélag rekur
sjúkrahús og skylda starfsemi. Það er alkunna, að heilsu-
far almennings í Austurlöndum er bágborið, enda hafði
dr. Eriksson bágar fréttir að segja, og skal hér greint
frá nokkru, sem hún fræddi sænska blaðamenn um.
Augnsjúkdómar eru svo algengir og illkynjaðir, að IV2
milljón Indverja eru blindir, en 4% millj. mjög sjón-
daprir. Skæðasti sjúkdómur mannkynsins, mýrakaldan
(mcdaría), kostar 2 millj. mannslífa á ári hverju. Stund-
um ganga faraldrar af svartadauða og stráfellur þá fólk
í sumum héruðum. En það er líka af miklu að taka, því
Ileilbrigt lif
207