Úrval - 01.12.1942, Síða 9
MAGASÁR — SJÚKDÓMUR MENNINGARINNAR
7
Læknarnir Bela Mitteimann
og Harold G. Wolf rannsökuðu
stóran hóp s júklinga með maga-
sár og heilbrigðra manna, og
leiddi sú athugun í Ijós, að náið
samband er á milli sálarástands-
ins og myndunar magasafanna.
Þeir dæidu magainnihaldi upp
úr sjúkhngum á meðan þeir
ræddu við þá, og kom í ljós, að
ef rætt var um veikindi sjúkl-
ingsins óx sýruinnihald magans.
Magavökvinn er mjög kröft-
ugur. Hann leysir upp allar teg-
undir kjöts, og ástæðan til þess,
að hann meltir ekki magann
sjálfan, er, að því er flestir telja,
að slím og gagnverkandi vökv-
ar, vernda hann. Framleiðist
ekki nóg slím, þótt ekki sé nema
á litlum bletti, leiðir það til þess,
að maginn tekur að melta sjálf-
an sig. Þetta er magasár, eða
svo er það nefnt í daglegu tali,
en í raun og veru eru 80% af
sárum þessum í tólfþumlunga-
þarminum, efsta hluta mjó-
þarmanna.
Sé sárið skoðað gegnum
magakíki, sést að það er kringl-
óttur, hvítleitur gígur, með
rauðleitri umgjörð. I heiftugum
tilfellum getur það étið sig í
gegnum magaveggina.
Eins og sakir standa, vita
læknar ekki með vissu hvernig
sjúkdómur þessi byrjar. Það er
vitað, að ýmsar taugar, sem
hafa upptök sín 1 heilanum, hafa
áhrif á hreyfingar magans og
þarmanna. Af þessu er Ijóst, að
geðbrigði geta haft truflandi
áhrif á meltingarfærin. Hjá
sjúklingum með magasár er tal-
ið að samdráttur þarmaveggj-
anna og æða þeirra, sé óeðlilega
mikill. Þetta leiðir til þess, að
slímhúðin, sem klæðir að innan
maga og þarma, fær ekki næga
næringu og deyr. Þegar svo er
komið getur magasafinn óhindr-
aður, leyst upp magavegginn,
enda framieiðir maginn nú
meira af sýru en venjulega.
Einnig er talið, að gróf fæða
geti sært magavegginn, og það
síðan orðið upphaf að magasári.
Efsti hluti tólfþumlunga
þarmsins, virðist ekki hafa
neinn hæfileika til þess að
mynda mótefni gegn sýru mag-
ans, enda eru sár mjög algeng
þar. I neðri hluta hans upp-
hefja gallið og briskirtilsafinn
sýruverkanirnar. Séu maga-
hreyfingarnar miklar vegna
geðbrigða, er álitið, að mikið af
illa meltri fæðu ásamt mikilh
saltsýru og pepsíni, berist stöð-
ugt ofan í tólfþumlungaþarm-