Úrval - 01.12.1942, Síða 50
48
TÍRVAL
að á miðann. Hann varð skyndi-
lega óttasleginn. Hann minntist
hinna kynlegu orða sessunautar
síns, hve augu hans voru ein-
kennileg, hve nóttin var dimm,
og hann þaut út úr húsinu gagn-
tekinn af ofsahræðslu. Honum
tókst að finna lögreglustöð, og
sagði þar frá því, sem við hafði
borið. Lögreglumennirnir tóku
honum vel, en þeir gátu ekki að-
hafst neitt, því að ekki var um
saknæman verknað að ræða.
Einn lögregluþjónanna spurði
hann þó, hvaða símanúmer
hefði verið skrifað á miðann.
„Ég hélt, að ég myndi það
rétt,“ sagði lögregluþjónninn
hróðugur, er hann hafði flett
upp í símaskrá. Svo rak hann
upp hlátur. „Er þetta ekki
skrítið? Þetta er nefnilega
símanúmer kirkjugarðsins.“
Það var kynlegt, að dreyma
slíka sögu, og draumurinn var
svo skýr, að ég man hann enn-
þá greinilega. Hann var ólíkur
öðrum draumum í því, að hann
hvarf ekki, þegar ég vaknaði.
Það var engu líkara en að ein-
hver hugmyndarík innri vitund
hefði fært mér þetta upp í hend-
urnar sem borgun fyrir alla
fyrirhöfn mína.
Þrem dögum síðar ók ég til
sjúkrahúss, til þess að hitta
konuna mína, sem hafði verið
að ala barn. Við eina götuna,
sem ég ók um, var betrunar-
stofnun fyrir unglinga. Þá birt-
ist mér allt í einu önnur saga,
alveg eins og í draumi.
I þetta skipti fjallaði sagan
um götustrák, sem var foringi
fyrir félagsskap bílaþjófa. Hann
kynntist góðri stúlku, varð ást-
fanginn af henni, giftist og
bætti ráð sitt. Ég sá hann ganga
eftir strætinu, hnugginn á svip.
Hann hafði verið atvinnulaus
um nokkurn tíma og konan var
veik. Hann skorti fé til þess að
geta veitt henni þá aðhlynningu,
sem hún þurfti. Þegar honum
varð reikað fram hjá skraut-
legri, mannlausri bifreið, stóðst
hann ekki mátið, og stal henni.
Hann vissi, að hann gat selt
hana fyrir 100 dollara.
En um kvöldið var hann
handtekinn og farið með hann
á lögreglustöðina. Hann varð
forviða, þegar fulltrúinn, sem
hafði þekkt hann áður fyrr, var
ekkert reiður, en aðeins alvar-
legur. Hann reyndi að brosar
„Áfram, ég veit, að ég er sek-
ur“.
Fulltrúinn sagði dapurlega:
„Danny, konunni þinni versnaði