Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 81
„MILLI MANNS OG HESTS OG HUNDS . . .“
79
nú er 15 ára, er orðinn værukær
og sefur daglangt. En sjái hann
mig leika mér við yngri hund,
sprettur hann upp og lætur öll-
um illum látum, augsýnilega til
þess, að fá mig til að trúa því,
að hann sé enn jafn sprækur og
fyrr. Hundum og mönnum er
það sameiginlegt, að þola með
jafnaðargeði móðganir af þeim,
er þeir eiga í fullu tré við.
Ég hefi oft tekið eftir því, að
hundar beita stundum blekking-
um í kurteisisskyni. Litli hund-
urinn minn, Megan, virðist líta
svo á, að það mundi móðga mig,
ef hann æti ekki matinn, sem ég
gef honum. Þegar hann er orð-
inn saddur, hleypur hann með
bitana í eitthvert skot, eins og
til þess að éta það í næði — en
hann gerir það bara ekki. Hann
er að eins að reyna að koma því
inn hjá mér, að hann hafi engu
leift.
Hversu oft hefi ég ekki ósk-
að, að ég mætti fara þannig að,
sérstaklega þegar yndisleg hús-
freyja leggur fast að mér að
borða meira af einhverri búð-
ingsvellu — hún hafi nefnilega
búið hann til sjálf! En hvað
það væri þægilegt að geta þá
skroppið með diskinn sinn út í
garð, og falið það, sem á hon-
um væri, bak við einn runnann!
(X)
1 víti . . .
Ameriskur leikari, sem hafði verið heldur upp á kvenhöndina,.
andaðist og fór til þess staðar, sem vænta mátti, að hann hafnaði
í. En þar var ekki eins slæmt og hann hafði húizt við.
„Eruð þér vissir um, að þetta sé heivíti ?“ spurði hann djöful-
inn, sem var í hvítum fötum og horn hans alsett demöntum.
„Þetta er víti, á þvi er enginn vafi,“ sagði djöfullinn glottandi.
Leikarinn leit i kringum sig. Hann sá fjölda af fögrum kon-.
um, sem brostu við honum.
„Farðu og kysstu þær,“ sagði djöfsi. Leikarinn fór til þeirra
og tók utan um þá, sem honum leizt bezt á — en fann ekkert
á milli handa sinna. Hún rétti fram varir sinar og hann laut að
henni til að kyssa hana ■— en ekkert varð fyrir vörum hans.,
Hann fór frá einni til annarrar og það fór allt á sömu leið,
Hann sneri sér vonsvikinn að djöflinum og sagði:
„Hvað á þetta að þýða? Ég faðmaði þessar stúlkur og fann-
ekki til þeirra, ég kyssti þær og þó varð ekkert fyrir vörum.
mínum."
Djöfullinn glotti: „Þannig er helviti, drengur minn!"