Úrval - 01.12.1942, Side 85
DAUÐINN I HÁLOFTUNUM
83
i maga flugmannanna geta
])anizt út og orsakað mikla
krampa. Af þessum ástæðum
varast herflugmenn að neyta
fæðu, sem lofttegundir myndast
af. Þá er líka sú hætta, að upp-
hlásturinn í maganum verði svo
mikill, að hann þrýsti þindinni
upp að hjarta og lungum og or-
saki yfirlið.
Ef kokhlustir flugmannsins
stíflast, geta hljóðhimnurnar
brostið. Sömuleiðis getur hann
fengið mjög mikinn höfuðverk,
ef holrúmin út frá nefinu stífl-
ast svo, að loft inni í þeim hafi
annan þrýsting en andrúmsloft-
ið umhverfis flugmanninn. Loks
hættir honum til að fá hósta-
kviður, vegna þess að loftið er
svo þunnt, að það getur ekki
rutt burtu slími eða öðru, sem
:sezt í öndunarfærin.
Úr því að þetta er allt að
kenna litlum loftþrýstingi, virð-
ist heppilegasta lausnin vera,
að senda flugmenn upp í háloft-
in og láta þá njóta þar með ein-
hverjum hætti sama loftþrýst-
ings og niðri við jörðina. Þessi
lausn hefir verið reynd á tvo
vegu. Önnur er að láta flug-
manninn vera í þrýstiklæðum,
eins og Wiley Post notaði fyrst-
nr manna árið 1933. Það var
líka í slíkum búningi, sem ítaii
setti met í hæðarflugi árið 1938,
er hann komst upp í 56,046 feta
hæð. En þessi klæði eru fyrir-
ferðarmikil og á þeim verður
að vera mikill hjálmur með
stórum glugga. Menn eiga bágt
með hreyfingar í þessum klæðn-
aði, útsýnið er takmarkað í
honum og enginn her notar
hann. Hin leiðin er að smíða
flugvél með svo loftþéttum
klefa, að hægt sé að halda há-
um loftþrýstingi með loftdælum.
Flugfélagið Transcontinental
and Western Airlines hefir
haft í förum farþegaflugvélar,
sem hafa flogið í 20,000 feta
hæð. Þær eru með þrýstiklefa
og þessar tilraunir félagsins
hafa sannað, að þetta er hægt.
Engin herflugvél hefir verið út-
búin þannig nema í tilrauna-
skyni. Smíði þrýstiklefa eykur
á þyngd flugvélarinnar og ef
halda þarf loftdælum í gangi, þá
þarf mikla orku til þess. Það
er líka erfitt að gera flugvél
svo loftþétta, að ekkert loft
komist inn í hana, til dæmis við
samskeytin hjá skotturnunum
eða í sprengjurýminu. Það er
þó mest um vert, að hingað til
hefir þess ekki verið þörf að út-
búa flugvélar til að fljúga hærra