Úrval - 01.12.1942, Síða 127
ÉG HRAPA . . .
125
ætti að deyja núna!“ Ég óskaði
þess af alhug, að ég væri kom-
inn í byrgi.
„Við værum betur komnir í
byrgi í kvöld,“ sagði bílstjórinn.
„Hvaða vitleysa,“ sagði ég.
„Ekki fengjum við svona bjór
þar,“ og ég fékk mér vænan
sopa úr könnunni.
Ég var að ýta glasinu yfir
borðið, til að láta bæta í það
aftur, þegar ég heyrði hana
koma. — Frammistöðustúlkan
(hún var í góðum holdum)
hneig niður innan við borðið.
Ég fleygði mér niður fast upp
við það að framanverðu og bíl-
stjórinn rétt við hliðina á mér.
Ég hélt með báðum höndum
fyrir eyrun, en sprengingin
svipti mig allri heyrn í bili. Gólf-
ið lyftist upp og slóst í andlitið
á mér. Vængjahurðin rifnaði af
hjörunum og datt ofan á borð
og braut það, glerbrot flugu um
allan salinn og bak við borðið
virtust allar flöskur vera að
brotna. Ljósin slokknuðu, en
það varð ekki dimmt. Gulur
glampi handan götunnar skein
í gegnum vegginn og lýsti skært
upp allan salinn.
Ég staulaðist á fætur og var
að gá að því, hvernig frammi-
stöðustúlkunni hefði reitt af,
þegar rödd kallaði: „Meiddist
nokkur?“ Það var brunaliðs-
maður með vasaljós í hendinni.
Við þetta ávarp fóru menn að
bæra á sér hægt og varlega,
eins og þeir væru að vakna af
draumi. En frammistöðustúlkan
bærði ekkert á sér.
„Ég held, að það sé einhver
slasaður fyrir innan borðið,“
sagði ég. Brunaliðsmaðurinn
kinkaði kolli. Hann fór og kom
að vörmu spori aftur með tvo
sjúkrabera. Þeir lögðu hana á
sjúkrabörurnar og fóru með
hana. Hún hafði sloppið með
ljótan skurð á höfði.
Þegar við komum út á göt-
una, sneri brunaliðsmaðurinn
sér að okkur. „Ef ykkur liggur
ekki mikið á,“ sagði hann,
„þætti mér vænt um, ef þið vild-
uð hjálpa okkur svo lítið. Húsið
hérna við hliðina varð fyrir
sprengju og það er einhver
grafinn í rústunum.“ Eldurinn
varpaði á það skærri birtu. Það
var fallið til grunna og ægði
öllu saman: múrsteinum, kalki,
trjábitum og hurðum — og efst
lá ein innrömmuð mynd, óbrot-
in. Þetta var í fyrsta skipti, sem
ég sá nýhrunið hús eftir spreng-
ingu.
Við tókum til að grafa, eða